May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 14:31 May (t.h.) og Trump (t.v.) á G20-fundinum í Japan fyrr í sumar. Vísir/EPA Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15