39 farþegar Icelandair komust ekki með frá Manchester Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:15 Bombardier Q400-vél Air Iceland Connect sést hér á Akureyrarflugvelli. Vélarnar eru nú notaðar í millilandaflugi Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. vísir/frikki þór 39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40