„Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 12:45 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. fréttablaðið/sigtryggur ari Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af deilu Íslands og Filippseyja. Viðbrögðin séu fullkomlega fyrirséð. Forseti Filippseyja hefur látið hafa eftir sér að hann íhugi af alvöru að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna tillögu Íslendinga fyrir mannréttindaráði Sameinuðuþjóðanna að framkvæmd yrði óháð rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir snýst um að rannsaka baráttu gegn fíkniefnaneyslu Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnaneyslu þar í landi. Tillagan var samþykkt með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6000 til 20.000 manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem hið svokallaða fíkniefnastríð hefur staðið yfir á Filippseyjum. Salvador Panelo, talsmaður filippseysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um hvernig Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forseta Filippseyja, þekktan fyrir að virða hvorki mannréttindi né borgaraleg réttindi. „Ég held að þessi viðbrögð séu fullkomlega fyrirséð. Ég held að utanríkisþjónusta Íslands hafi átt algerlega von á þeim en ég sé ekki að þau hafi neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland þannig lagað. Viðskiptahagsmunir Íslendinga við Filippseyinga eru sáralitlir og hverfandi. Þeir sem að gætu orðið fyrir óþægindum af málinu eru fyrst og fremst þeir fjölmörgu Filippseyingar sem búa á Íslandi,“ segir Eiríkur. Utanríkisráðherra Filippseyja mótmælti niðurstöðunni að samþykkt lokinni en tjáði sig síðar um málið á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir að ekki séu áform um að slíta stjórnmálasamstarfinu. „Nú þurfa menn líka að átta sig á því að Ísland er auðvitað ekki eitt þarna í þessu. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að þessari ályktun, ekki Ísland, sem er þó þarna í forsvari. Það er í sjálfu sér nýtt og er töluvert merkilegt að Íslendingar beiti sér með þessum hætti í alþjóðlegum málum. Við höfum ekki áður gert það með svona hætti í mannréttindamálum.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá utanríkisráðuneytinu sem tjáir sig ekki að svo stöddu. Engin formleg viðbrögð hafa borist ráðuneytinu frá stjórnvöldum á Filippseyjum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15