Netanjahú varar við írönsku kjarnorkusprengjuregni í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 13:38 Netanjahú gremst það sem hann kallar friðkaup Evrópu við Íran. Vísir/EPA Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu. Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tilraunir Evrópuríkja til að halda lífi í kjarnorkusamningnum við Íran fer fyrir brjóstið á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem líkir þeim við friðkaup við Þýskaland nasismans í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Segir hann að Evrópusambandið átti sig mögulega ekki á hættunni sem því stafi af Íran fyrr en „íranskar kjarnorkusprengjur falla á evrópska fold“. Kjarnorkusamningurinn sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 er við það að fara út um þúfur. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa síðan sagst ætla að auðga úran meira en heimilt er samkvæmt samningum til þess að þrýsta á Evrópuríki að halda lífi í samningnum og tryggja viðskipti við Íran. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa fundað um örlög kjarnorkusamningsins í Brussel. Haft var eftir þeim í morgun að brot Írana á samningnum til þessa væru ekki veruleg. Netanjahú er ósáttur við afstöðu Evrópusambandsins í garð Írans. Í myndbandi sem hann sendi frá sér sagði hann hana minna sig á friðkaup Evrópu á 4. áratugnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Líka þá var einhver með höfuðið grafið í sandinum og sá ekki hættuna sem steðjaði að. Svo virðist sem að það séu einhverjir í Evrópu sem munu ekki vakna fyrr en írönsk kjarnorkuskeyti falla á evrópska fold og þá verður það að sjálfsögðu of seint,“ sagði ísraelski forsætisráðherrann. Ísraelsk stjórnvöld hafa frá upphafi fundið kjarnorkusamningnum flest til foráttu. Íranir og Ísraelar hafa enda lengið elda grátt silfur saman. Stjórnvöld í Teheran viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels og hafa hótað ríkinu gereyðingu.
Evrópusambandið Íran Ísrael Tengdar fréttir Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015. 16. júlí 2019 06:45
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Reyna að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran Evrópskir utanríkisráðherrar funda nú um hvernig hægt sé að lægja öldurnar á milli stjórnvalda í Teheran annars vegar og Washington-borg hins vegar. 15. júlí 2019 11:34