Tarantino ætlar ennþá að hætta eftir tíundu mynd sína Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 15:59 Tarantino ásamt aðalleikurum Once Upon a a Time in Hollywood. Getty/Kevork Djansezian Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir. Hollywood Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir.
Hollywood Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög