Berjaya greiðir um sjö milljarða fyrir hlutinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Icelandair Hotels rekur meðal annars hótelið Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Tekjur hótelkeðjunnar námu 97 milljónum dala í fyrra og þá var samanlögð EBITDA félagsins um tólf milljónir dala. Fréttablaðið/Ernir Malasíska fyrirtækjasamsteypan Berjaya Land Berhad, sem var stofnuð af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum miðað við núverandi stöðu veltufjármuna og vaxtaberandi skulda hótelkeðjunnar. Kaup malasíska risans eru jafnframt háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Berjaya sendi malasísku kauphöllinni í fyrrakvöld. Í tilkynningu malasíska félagsins er jafnframt tekið fram að kaupin í Icelandair Hotels geri félaginu kleift að hefja innreið á íslenskan markað fyrir lúxushótel sem gert sé ráð fyrir að vaxi enn frekar þegar til framtíðar sé litið. Haft er eftir Vincent Tan, sem gegnir stjórnarformennsku í Berjaya-samsteypunni, í malasískum fjölmiðlum að hann sé afar ánægður með fjárfestinguna sem feli í sér „lágan aðgangskostnað“. Bendir hann á að kaupverðið sé um 75,1 þúsund dalir, jafnvirði um 9,4 milljóna króna, fyrir hvert hótelherbergi. Fram kom í tilkynningu sem Icelandair Group sendi kauphöllinni hér á landi á laugardag að heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – væri 136 milljónir dala, um 17,1 milljarður króna, í viðskiptunum.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyÍ tilkynningu Berjaya er hins vegar upplýst um að hlutafé Icelandair Hotels og fasteignanna sé metið á 71,5 milljónir dala í viðskiptunum miðað við stöðu vaxtaberandi skulda keðjunnar, sem séu 64 milljónir dala, og veltufjármuna hennar. Áætlað kaupverð á 75 prósentum hlutafjárins sé þannig liðlega 53,6 milljónir dala en endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins. Kaupverðið á hótelkeðjunni, sé miðað við heildarvirði hennar, 136 milljónir dala, er nálægt neðri mörkum þeirra óskuldbindandi tilboða sem fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins gerðu í keðjuna. Þannig upplýsti Markaðurinn um það snemma á þessu ári að tilboð umræddra fjárfesta, sem voru meðal annars Keahótel og Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, og sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, hafi numið á bilinu 140 til 165 milljónum dala. Auk skilyrða um endurfjármögnun á skuldum Icelandair Hotels, eins og áður var lýst, eru kaup Berjaya meðal annars háð samþykki dómsmálaráðuneytisins á grundvelli laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu malasíska félagsins. Ráðgjafafyrirtækið PwC á Íslandi hefur þegar gert áreiðanleikakönnun á hótelkeðjunni fyrir Berjaya en Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðgjafi malasísku samsteypunnar í viðskiptunum. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala, jafnvirði 12,2 milljarða króna, í fyrra og var EBITDA hótelrekstrarins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Samanlögð EBITDA hins selda – hótelkeðjunnar og fasteignanna – var um tólf milljónir dala á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Malasíska fyrirtækjasamsteypan Berjaya Land Berhad, sem var stofnuð af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum miðað við núverandi stöðu veltufjármuna og vaxtaberandi skulda hótelkeðjunnar. Kaup malasíska risans eru jafnframt háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Berjaya sendi malasísku kauphöllinni í fyrrakvöld. Í tilkynningu malasíska félagsins er jafnframt tekið fram að kaupin í Icelandair Hotels geri félaginu kleift að hefja innreið á íslenskan markað fyrir lúxushótel sem gert sé ráð fyrir að vaxi enn frekar þegar til framtíðar sé litið. Haft er eftir Vincent Tan, sem gegnir stjórnarformennsku í Berjaya-samsteypunni, í malasískum fjölmiðlum að hann sé afar ánægður með fjárfestinguna sem feli í sér „lágan aðgangskostnað“. Bendir hann á að kaupverðið sé um 75,1 þúsund dalir, jafnvirði um 9,4 milljóna króna, fyrir hvert hótelherbergi. Fram kom í tilkynningu sem Icelandair Group sendi kauphöllinni hér á landi á laugardag að heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – væri 136 milljónir dala, um 17,1 milljarður króna, í viðskiptunum.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyÍ tilkynningu Berjaya er hins vegar upplýst um að hlutafé Icelandair Hotels og fasteignanna sé metið á 71,5 milljónir dala í viðskiptunum miðað við stöðu vaxtaberandi skulda keðjunnar, sem séu 64 milljónir dala, og veltufjármuna hennar. Áætlað kaupverð á 75 prósentum hlutafjárins sé þannig liðlega 53,6 milljónir dala en endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins. Kaupverðið á hótelkeðjunni, sé miðað við heildarvirði hennar, 136 milljónir dala, er nálægt neðri mörkum þeirra óskuldbindandi tilboða sem fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins gerðu í keðjuna. Þannig upplýsti Markaðurinn um það snemma á þessu ári að tilboð umræddra fjárfesta, sem voru meðal annars Keahótel og Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, og sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, hafi numið á bilinu 140 til 165 milljónum dala. Auk skilyrða um endurfjármögnun á skuldum Icelandair Hotels, eins og áður var lýst, eru kaup Berjaya meðal annars háð samþykki dómsmálaráðuneytisins á grundvelli laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu malasíska félagsins. Ráðgjafafyrirtækið PwC á Íslandi hefur þegar gert áreiðanleikakönnun á hótelkeðjunni fyrir Berjaya en Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðgjafi malasísku samsteypunnar í viðskiptunum. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala, jafnvirði 12,2 milljarða króna, í fyrra og var EBITDA hótelrekstrarins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Samanlögð EBITDA hins selda – hótelkeðjunnar og fasteignanna – var um tólf milljónir dala á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent