Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 08:40 Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Nú hefur MDE úrskurðað að Styrmir fékk ekki réttláta málsmeðferð við Hæstarétt. Vísir/Stefán Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum. Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum.
Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12
Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30
Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00