Þrefalt meiri vöxtur í útgáfu íbúðalána Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. júlí 2019 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir segir að nær öll aukningin á síðustu mánuðum hafi verið í óverðtryggðum lánum. Fréttablaðið/Eyþór Vöxtur í útgáfu íbúðalána hefur að jafnaði verið þrefalt meiri hjá Landsbankanum en hinum tveimur viðskiptabönkunum á síðustu fimm árum. Í úttekt hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að á tímabilinu 2014 til 2018 hafi útlánavöxtur bankans að meðaltali numið 15 prósentum á ári. Þannig hefur lánabók bankans vaxið um 79 prósent á tímabilinu. Til samanburðar nam árlegur vöxtur hjá Arion banka 6 prósentum og 5 prósentum hjá Íslandsbanka. Landsbankinn var raunar með smæstu lánabókina þegar kom að lánum til einstaklinga fyrir og eftir fjármálahrunið en nú er hún orðin stærst. Heildarlán Landsbankans til einstaklinga námu 239 milljörðum króna árið 2014 en hafa nú vaxið í 427 milljarða. Á sama tímabili hafa útlán Íslandsbanka vaxið úr 263 milljörðum í 324 milljarða og útlán Arion banka úr 321 milljarði í 400 milljarða. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í samtali við Fréttablaðið að aukninguna megi skýra þannig að Landsbankinn hafi boðið góð kjör á réttum tíma „Við vorum með mikla markaðshlutdeild og marga góða og trygga viðskiptavini. Á síðustu árum, þegar hagkerfið fór að snúast meira um uppbyggingu húsnæðis fóru viðskiptavinir að líta til okkar og við gættum þess að vera með mikið vöruframboð og samkeppnishæf kjör,“ segir Lilja Björk.„Við höfum einnig horft til þess að geta veitt ungum kaupendum og fyrstu kaupendum góða þjónustu. Landsbankinn býður viðbótarlán og þar með hærra lánshlutfall sem hentar sérstaklega þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign og þá höfum við verið að nýta okkur þá þekkingu sem við höfum á viðskiptasögu viðskiptavina okkur til að setja saman lánin á hagkvæman hátt og bjóða samkeppnishæf kjör. Á sama tíma hefur áhætta okkar af útlánum til einstaklinga ekki aukist þegar horft er til vanefnda og veðhlutfalls þrátt fyrir að heildarfjárhæðirnar hafi aukist.“ Þá segir Lilja Björk að það hafi skipt lykilmáli að hafa útlánaferlana skilvirka til að tryggja að fólk geti klárað fasteignaviðskiptin með skjótum hætti. „Þetta snýst ekki einungis um að bjóða samkeppnishæf kjör heldur einnig um það að þjónustan gangi hratt og örugglega fyrir sig. Við höfum fylgt eftir stefnu í þessum málum og sjáum árangurinn af því að margir af þeim sem leita til nokkurra lánastofnana fyrir fasteignaviðskipti ákveða að klára viðskiptin hjá okkur.“ Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári með 17 prósenta vexti á milli fyrstu fjórðunga áranna 2018 og 2019 en íbúðalán eru langstærstur hluti vaxtarins. Aukningin er nær öll í óverðtryggðum lánum að sögn Lilju Bjarkar en það er í takt við breyttar væntingar um gang hagkerfisins. Vinsældir óverðtryggðra lána er önnur skýring á miklum útlánavexti bankans. „Við eigum mjög erfitt með að keppa við lífeyrissjóðina í breytilegum verðtryggðum lánum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem hafa verið tíundaðar í fjölmiðlum undanfarið og má nefna hærri skatta og gjöld sem rekstur banka verður að standa undir. Aftur á móti erum við mjög samkeppnishæf í óverðtryggðum breytilegum lánum og undanfarið hefur fólk fært sig yfir í þess konar lán.“ Markaðurinn greindi frá því í byrjun júlí að lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefði versnað á síðustu mánuðum. Hertar kröfur drægju úr getu bankanna til þess að auka útlán. Lausafjáreignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum. Í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárhlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Aðspurð segir Lilja Björk að Landsbankinn hafi meðal annars fjármagnað íbúðalánin með útgáfu sértryggðra skuldabréfa. og takturinn í þeirri útgáfu haldist mjög vel í hendur við aukningu í íbúðalánum. Bankinn sjái fram á að það muni áfram ganga. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vöxtur í útgáfu íbúðalána hefur að jafnaði verið þrefalt meiri hjá Landsbankanum en hinum tveimur viðskiptabönkunum á síðustu fimm árum. Í úttekt hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að á tímabilinu 2014 til 2018 hafi útlánavöxtur bankans að meðaltali numið 15 prósentum á ári. Þannig hefur lánabók bankans vaxið um 79 prósent á tímabilinu. Til samanburðar nam árlegur vöxtur hjá Arion banka 6 prósentum og 5 prósentum hjá Íslandsbanka. Landsbankinn var raunar með smæstu lánabókina þegar kom að lánum til einstaklinga fyrir og eftir fjármálahrunið en nú er hún orðin stærst. Heildarlán Landsbankans til einstaklinga námu 239 milljörðum króna árið 2014 en hafa nú vaxið í 427 milljarða. Á sama tímabili hafa útlán Íslandsbanka vaxið úr 263 milljörðum í 324 milljarða og útlán Arion banka úr 321 milljarði í 400 milljarða. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í samtali við Fréttablaðið að aukninguna megi skýra þannig að Landsbankinn hafi boðið góð kjör á réttum tíma „Við vorum með mikla markaðshlutdeild og marga góða og trygga viðskiptavini. Á síðustu árum, þegar hagkerfið fór að snúast meira um uppbyggingu húsnæðis fóru viðskiptavinir að líta til okkar og við gættum þess að vera með mikið vöruframboð og samkeppnishæf kjör,“ segir Lilja Björk.„Við höfum einnig horft til þess að geta veitt ungum kaupendum og fyrstu kaupendum góða þjónustu. Landsbankinn býður viðbótarlán og þar með hærra lánshlutfall sem hentar sérstaklega þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign og þá höfum við verið að nýta okkur þá þekkingu sem við höfum á viðskiptasögu viðskiptavina okkur til að setja saman lánin á hagkvæman hátt og bjóða samkeppnishæf kjör. Á sama tíma hefur áhætta okkar af útlánum til einstaklinga ekki aukist þegar horft er til vanefnda og veðhlutfalls þrátt fyrir að heildarfjárhæðirnar hafi aukist.“ Þá segir Lilja Björk að það hafi skipt lykilmáli að hafa útlánaferlana skilvirka til að tryggja að fólk geti klárað fasteignaviðskiptin með skjótum hætti. „Þetta snýst ekki einungis um að bjóða samkeppnishæf kjör heldur einnig um það að þjónustan gangi hratt og örugglega fyrir sig. Við höfum fylgt eftir stefnu í þessum málum og sjáum árangurinn af því að margir af þeim sem leita til nokkurra lánastofnana fyrir fasteignaviðskipti ákveða að klára viðskiptin hjá okkur.“ Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári með 17 prósenta vexti á milli fyrstu fjórðunga áranna 2018 og 2019 en íbúðalán eru langstærstur hluti vaxtarins. Aukningin er nær öll í óverðtryggðum lánum að sögn Lilju Bjarkar en það er í takt við breyttar væntingar um gang hagkerfisins. Vinsældir óverðtryggðra lána er önnur skýring á miklum útlánavexti bankans. „Við eigum mjög erfitt með að keppa við lífeyrissjóðina í breytilegum verðtryggðum lánum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem hafa verið tíundaðar í fjölmiðlum undanfarið og má nefna hærri skatta og gjöld sem rekstur banka verður að standa undir. Aftur á móti erum við mjög samkeppnishæf í óverðtryggðum breytilegum lánum og undanfarið hefur fólk fært sig yfir í þess konar lán.“ Markaðurinn greindi frá því í byrjun júlí að lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefði versnað á síðustu mánuðum. Hertar kröfur drægju úr getu bankanna til þess að auka útlán. Lausafjáreignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum. Í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárhlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Aðspurð segir Lilja Björk að Landsbankinn hafi meðal annars fjármagnað íbúðalánin með útgáfu sértryggðra skuldabréfa. og takturinn í þeirri útgáfu haldist mjög vel í hendur við aukningu í íbúðalánum. Bankinn sjái fram á að það muni áfram ganga.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira