Lögregla stöðvaði framleiðslu falsaðra lúxusbíla Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 09:10 Falsaðir Lamborghini bílar í bígerð. AP/ Lögreglan í Itajaí Lögreglan í brasilíska ríkinu Santa Catarina hafði á dögunum hendur í hári starfsmanna bílaverksmiðju sem sendi frá sér falsaða lúxusbíla á færibandi. Verksmiðjan, Autos Fibra, hafði auglýst starfsemi sína á Instagram og var með eigin YouTube rás. Lögreglu barst ábending um brot Autos Fibra og var ekki lengi að átta sig á hlutunum. Guardian greinir frá. Síðasta mánudag réðust lögreglumenn til atlögu og gerðu áhlaup á vörugeymslu í hafnarborginni Itajaí. Þar fundu lögreglumenn átta ökutæki, mis-tilbúin þó. Um var að ræða tvær Ferrari eftirlíkingar og sex Lamborghini eftirlíkingar.Enginn var handtekinn eftir aðgerðir lögreglu en tveir menn, feðgar, 53 ára og 29 ára verða ákærðir fyrir brot á hugverkalögum.„Þetta er glæpur þar sem að merki fyrirtækjanna og hönnun er tekin og notuð,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Angelo Fragelli. Bílarnir eru sagðir hafa verið sannfærandi í útliti en vélarnar voru teknar úr öðrum bílum þar á meðan úr Mitsubishi Eclipse, Alfa Romeo eða Chevrolet Omega.Segja fjölmiðla reyna að draga fyrirtækið í svaðið Lúxusbílar eins og þeir sem framleiddir voru hjá Autos Fibra kosta á bilinu 6 til 8 milljónir en ósviknir bílar á bilinu 50 til 83 milljónir króna. Autos Fibra hefur brugðist við ásökunum á hendur sér með myndbandi á YouTube, þar gagnrýnir fyrirtækið fjölmiðla fyrir að hafa reynt að draga þeirra heiðvirða fyrirtæki niður í svaðið. Við höfum ekki lokað. Starfsemin er eins og venjulega. Við munum klára þá bíla sem viðskiptavinir okkar hafa pantað, sagði annar mannanna og sagði fyrirtækið hafa verið starfandi í 25 ár. Lamborghini hyggst ekki kæra mennina en Ferrari hafði ekki svarað fyrirspurnum Guardian. Bílar Brasilía Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira
Lögreglan í brasilíska ríkinu Santa Catarina hafði á dögunum hendur í hári starfsmanna bílaverksmiðju sem sendi frá sér falsaða lúxusbíla á færibandi. Verksmiðjan, Autos Fibra, hafði auglýst starfsemi sína á Instagram og var með eigin YouTube rás. Lögreglu barst ábending um brot Autos Fibra og var ekki lengi að átta sig á hlutunum. Guardian greinir frá. Síðasta mánudag réðust lögreglumenn til atlögu og gerðu áhlaup á vörugeymslu í hafnarborginni Itajaí. Þar fundu lögreglumenn átta ökutæki, mis-tilbúin þó. Um var að ræða tvær Ferrari eftirlíkingar og sex Lamborghini eftirlíkingar.Enginn var handtekinn eftir aðgerðir lögreglu en tveir menn, feðgar, 53 ára og 29 ára verða ákærðir fyrir brot á hugverkalögum.„Þetta er glæpur þar sem að merki fyrirtækjanna og hönnun er tekin og notuð,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Angelo Fragelli. Bílarnir eru sagðir hafa verið sannfærandi í útliti en vélarnar voru teknar úr öðrum bílum þar á meðan úr Mitsubishi Eclipse, Alfa Romeo eða Chevrolet Omega.Segja fjölmiðla reyna að draga fyrirtækið í svaðið Lúxusbílar eins og þeir sem framleiddir voru hjá Autos Fibra kosta á bilinu 6 til 8 milljónir en ósviknir bílar á bilinu 50 til 83 milljónir króna. Autos Fibra hefur brugðist við ásökunum á hendur sér með myndbandi á YouTube, þar gagnrýnir fyrirtækið fjölmiðla fyrir að hafa reynt að draga þeirra heiðvirða fyrirtæki niður í svaðið. Við höfum ekki lokað. Starfsemin er eins og venjulega. Við munum klára þá bíla sem viðskiptavinir okkar hafa pantað, sagði annar mannanna og sagði fyrirtækið hafa verið starfandi í 25 ár. Lamborghini hyggst ekki kæra mennina en Ferrari hafði ekki svarað fyrirspurnum Guardian.
Bílar Brasilía Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira