Horfir til Norðmanna og Dana þegar kemur að lagasetningu um kaup auðmanna á jörðum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:00 Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir að það geti ekki talist eignaupptaka að meina ábúendum að selja jarðir sínar til auðmanna. Vísir/Egill Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Ekki hefur verið ráðist í breytingar á lögum um jarðakaup hér á landi vegna ósamstöðu fyrri ríkistjórna segir samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í sitjandi ríkistjórn ríki hins vegar samstaða og ráðherra boðar herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. Félag í eigu Jim Ratcliffes keypti á dögunum Brúarland 2 sem liggur að Hafralónsá í Þistilfirði sem er vinsæl laxá. Fyrir eiga félög hans fjölda jarða á Norðausturlandi og meðal annars meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven experience keypti jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum kaupum og horfa til Noregs og Danmerkur. „Í báðum þessum löndum hafa menn verið með ábúðarskyldu að einhverju leiti eða í það minnsta nýtingu lands eins og í Danmörku. Einnig að lágmarki að þeir sem að kaupi land hafi þá búsetu í landinu eða hafi haft búsetu í tiltekinn tíma. Einnig að þú getir ekki keypt upp jarðir í einhverjum tiltölulegum fjölda heldur verður þú að nýta hverja jörð sem þú ert með,“ segir hann. Hann telur Ísland tugi ára á eftir þessum löndum hvað varðar að tryggja eignarhald og nýtingu á landi. „Það skiptir bara máli að í opinberum reglum í samfélagi horfi menn ekki bara fimm, tíu eða fimmtán ár fram í tímann heldur miklu lengra. Í því skyni skiptir eignarhald og nýting á landi öllu máli,“ segir hann.En gæti það talist eignaupptaka ef mönnum er meinað að selja jarðir sínar hæstbjóðanda? „Það er ekki talið í þessum löndum og þessi lönd eru hluti af norðurlöndunum og talin til frekar frjálslyndra ríkja þar sem eignarétturinn er virtur. Þannig að ég tel að sú fyrirmynd sé bara góð,“ segir hann.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira