Biður fólk að bera ekki rangar sakir á starfsmenn sína eftir atvik á róluvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:08 Maðurinn reyndist starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. Vísir/vilhelm Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Sjá meira
Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Sjá meira