27 Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Ungir karlmenn eru leiðinlegasta dýrategundin sem gengur laus á jörðinni og verstir eru þeir á árunum milli tvítugs og þrítugs þegar þeir eru beinlínis meiri og verri óværa en lúsmý og gjammandi púðluhundar til samans. Samkvæmt lögmálinu á þetta að byrja að rjátlast af okkur um þrítugt en sjálfur er ég svo seintækur að þá var ég enn að harma að hafa ekki tekist að drepast 27 ára. Það er nefnilega svo töff. Svona eins og Brian Jones, Jim Morrison, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Kurt Cobain og síðar blessunin hún Amy Winehouse. Huggun mín gegn þessum harmi var að ég dó óeiginlega 27 ára þegar þunglyndið sem hafði lengi vomað yfir mér helltist yfir mig og skrúfaði í framhaldinu alkóhólismann minn upp að hættumörkum þannig að eina vitið var að reyna að elta 27 ára klúbbinn og „skemmta“ mér við að hámarka óhamingjuna. Síðan eru liðin mörg, mörg, löng og dapurleg ár sem gengu helst út á að reyna að drepast ekki alltof mörgum árum eldri en Morrison. Tók mig heil átján ár af brúarbrennum og bömmerum að fatta að það væru ekki fleiri nætur eftir til þess að reyna að kveikja í. Ég þurfti að vísu að fá krabbamein í karlmennskuna til þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það er nákvæmlega ekkert kúl að deyja 27 ára þegar maður er enn ungur og vitlaus. Kemur svo vel á vondan klisjuhatarann sem ég er að þurfa loksins að viðurkenna fyrir sjálfum mér að líf mitt var sjálfdauð klisja. Samkvæmt appinu sem heldur utan um nýja lífið mitt hef ég nú þegar sparað rúman 150 þúsund kall á að hætta að reykja og drekka þannig að klisjan um að það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt hentar mér greinilega betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ungir karlmenn eru leiðinlegasta dýrategundin sem gengur laus á jörðinni og verstir eru þeir á árunum milli tvítugs og þrítugs þegar þeir eru beinlínis meiri og verri óværa en lúsmý og gjammandi púðluhundar til samans. Samkvæmt lögmálinu á þetta að byrja að rjátlast af okkur um þrítugt en sjálfur er ég svo seintækur að þá var ég enn að harma að hafa ekki tekist að drepast 27 ára. Það er nefnilega svo töff. Svona eins og Brian Jones, Jim Morrison, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Kurt Cobain og síðar blessunin hún Amy Winehouse. Huggun mín gegn þessum harmi var að ég dó óeiginlega 27 ára þegar þunglyndið sem hafði lengi vomað yfir mér helltist yfir mig og skrúfaði í framhaldinu alkóhólismann minn upp að hættumörkum þannig að eina vitið var að reyna að elta 27 ára klúbbinn og „skemmta“ mér við að hámarka óhamingjuna. Síðan eru liðin mörg, mörg, löng og dapurleg ár sem gengu helst út á að reyna að drepast ekki alltof mörgum árum eldri en Morrison. Tók mig heil átján ár af brúarbrennum og bömmerum að fatta að það væru ekki fleiri nætur eftir til þess að reyna að kveikja í. Ég þurfti að vísu að fá krabbamein í karlmennskuna til þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það er nákvæmlega ekkert kúl að deyja 27 ára þegar maður er enn ungur og vitlaus. Kemur svo vel á vondan klisjuhatarann sem ég er að þurfa loksins að viðurkenna fyrir sjálfum mér að líf mitt var sjálfdauð klisja. Samkvæmt appinu sem heldur utan um nýja lífið mitt hef ég nú þegar sparað rúman 150 þúsund kall á að hætta að reykja og drekka þannig að klisjan um að það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt hentar mér greinilega betur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar