Akstur undir áhrifum jókst mikið í júní Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Tölurnar má sjá í afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Gögn úr nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt var í gær, sýnir að skráðum brotum sem snúa að akstri undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa hefur fjölgað milli mánaða og einnig á milli ára.Skýrslan er gefin út mánaðarlega og sýnir tölfræði frá öllum fjórum löggæslusvæðum borgarinnar. Í skýrslunni sem gefin er út fyrir júnímánuð segir að samtals hafi verið skráð 328 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum, 194 þeirra tengdust ávana- og fíkniefnum en 134 akstri undir áhrifum áfengis. Brotum fjölgaði um 31,7% milli mánaða en í maí voru skráð brot 249 talsins. Milli ára nemur fjölgunin 62 brotum sem nemur 23,3% aukningu. Þá er í skýrslunni borin saman tölfræði ársins við tölfræði fyrri ára. Tekinn er heildarfjöldi brota það sem af er ári og er borið saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samtals hefur verið tilkynnt um 971 fíkniefnaakstursbrot á fyrstu sex mánuðum ársins og 584 ölvunarakstursmál. Um er að ræða 46% aukningu frá meðaltali síðustu ára sé litið til fíkniefnaaksturs en 18% aukning er á ölvunarakstri.Aukning frá fyrstu sex mánuðum 2016 er um 80% Fyrir þremur árum, 2016, höfðu á sama tíma ársins verið skráð 497 fíkniefnaaksturbrot og 368 ölvunarakstursbrot, samtals 865 brot. Aukningin frá því ári nemur því nærri 80%. Í fyrra, 2018 voru fíkniefnaakstursmál 795 talsins en ölvunarmál 579. Milli ára er aukningin því 13,1%. Stærstur hluti brotanna hafa verið skráð á löggæslusvæði 1 en svæði nær meðal annars yfir Miðborgina og Vesturbæ. Brotin voru í heildina 159 í júní og telst fjölgun mála á svæðinu vera mikil. Í maí voru brotin 104 og er aukningin því um 53%. Sjá má í skýrslu lögreglunnar að brotum sem þessum fjölgar á þrem af fjórum löggæslusvæðum höfuðborgarsvæðisins. Eina löggæslusvæðið þar sem brotunum hefur ekki fjölgað sé miðað við síðustu sex mánuði og síðasta ár er svæði 3, Breiðholt og Kópavogur.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira