Sykur og frelsi Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. júlí 2019 07:00 Ég verð að játa að mér persónulega er nokkurn veginn alveg sama hvað sykrað kók kostar og ef Nóa kropp og lakkrís — sem er eiginlega eina nammið sem ég finn einstaka sinnum löngun til að fá mér — hækkar í verði, þá býst ég við að ég muni kaupa mér það samt ef umtalsverð þörf til þess skapast. Nammi og sykraðir gosdrykkir skipa sem sagt ekki þann sess í mínu lífi að ég sjái ástæðu til þess að vera á nokkurn hátt brjálaður yfir tillögu Landlæknisembættisins um að leggja hér á sérstakan skatt á slíkar vörur í þágu lýðheilsusjónarmiða. Ég er pollrólegur. Hins vegar verð ég þó líka að játa að það hringja ætíð í kolli mínum vissar viðvörunarbjöllur og efasemdarkór sálu minnar syngur fimmraddað í hvert einasta skipti sem þessi umræða, um lýðheilsu og frelsi almennt, kemur upp á yfirborðið. Og slíkt gerist jú æði oft. Umræðan um sykurskattinn er gott dæmi. Hér vill yfirvaldið beita skattlagningu svo lýðurinn öðlist betri heilsu. Skerða skal fjárhagslegt svigrúm til nammikaupa. Minna frelsi, meiri lýðheilsa.Spurningar æpa Þarna tjúllast ég dáldið. Á þessum punkti fórna ég höndum og höfuðið snýst í heilhring á búknum. Augun á stilkum. Hárið upp í loftið. Spurningin æpir á mig: Af hverju þykir það svona sjálfsagt mál í ákveðnum kreðsum að hamla skuli frelsi og svigrúmi, því annars muni lýðheilsa versna og fólk drepa sig úr sjúkdómum? Af hverju er frelsi álitið andstæða lýðheilsu? Ég sé veröldina öðrum augum. Ég held að frelsi bæti ekki síður lýðheilsu. Kannski eru einhver mörk en ég held þó samt almennt að því meira sem frelsið er, því betri lýðheilsa. Og af hverju finnst mér þetta? Jú, vegna þess að frelsi — sérstaklega í vel menntuðu samfélagi þar sem fólk hefur greiðan aðgang að upplýsingum — eykur ábyrgð. Fólk tekur upplýstar ákvarðanir. Ég tel raunar að ábyrgð fólks á sjálfu sér sé langbesta leiðin til þess að bæta lýðheilsu á einhvern hátt sem virkar, til langs tíma. Annað er eilífðarbarningur. Sjálfsagt er þetta ekki alveg svarthvítt. Boð og bönn, skattar og verðlag, hafa sjálfsagt einhver áhrif. En þó má velta fyrir sér dæmunum. Hvað hefur minnkað reykingar? Er það verðið á pakkanum eða almenn vitneskja fólks um það að reykingar eru stórhættulegar? Hvað hefur aukið hreyfingu og skapað þannig stemningu meðal þjóðarinnar að fólk er hlaupandi, hjólandi, syndandi og skíðandi út um allar hæðir og hóla? Lög frá Alþingi?Stjórnmál fortíðar Auðvitað ekki. Fleiri dæmi blasa við. Ég held til dæmis að óhikað megi fullyrða að áfengismenning þjóðarinnar hafi batnað mikið á undanförnum áratugum. Hér áður fyrr voru meira eða minna allir pöddufullir. Svo er ekki nú. Unglingadrykkja hefur einnig minnkað gríðarlega. Á sama tíma hafa verið stigin skref í frelsisátt hvað áfengismál varðar, svo sem með fjölgun áfengisverslana og lengri opnunartíma. Umræðan og ábyrgð fólks, samfara auknu frelsi, hefur bætt menninguna. Það er aldrei smart í rökræðu að væna fólk um fasisma. Þegar það hugtak heyrist er það yfirleitt vísbending um að umræðan sé komin verulega út í móa og fólk farið að missa stjórn á tilfinningum sínum. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að minna á — í samhengi álitamála varðandi lýðheilsustjórnmál — að fasismi sem stjórnmálaskoðun í upphafi síðustu aldar einkenndist ákaflega mikið af áherslu á lýðheilsu og hreysti. Þessar áherslur má glöggt greina í blaðinu Fasistinn sem kom út á Íslandi í örfáum tölublöðum á millistríðsárunum og finna má á timarit.is. Drjúgur þáttur í boðskapnum var áherslan á lýðheilsu. Sjálfsagt var þetta skásta hliðin á þessari annars andstyggilega stjórnmálaviðhorfi, en tengslin eru umhugsunarverð. Hugsanlegt er að þessi hlið fasismans lifi enn í dag í vissri stefnumótun í heilbrigðismálum. Heilsu lýðsins skal bæta með miðstýrðu boðvaldi. Ríkið skal hafa vit.Annað má gera frekar Mér finnst þetta röng nálgun. Áður en farið er í skattaþvinganir gegn nammigrísum finnst mér að prófa mætti fjölmargar aðrar hófsamari og skynsamari aðferðir, sem ríma meira við tíðaranda samfélagsins. Hvað með að setja til dæmis merkingar á matvæli, þar sem fólk er varað við sykurmagni og þá líka, ef út í það er farið, fitumagni og saltmagni? Upplýsingar eru gull. Hví ekki að auka frekar aðgengi að þeim? Svo mætti líka íhuga hitt, að lækka frekar verð á heilsusamlegum matvælum eins og grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum. Í raun er heilsuvakningin sem orðið hefur á Íslandi og öll eftirspurnin sem skapast hefur eftir slíkum mat besta dæmið um það að verðlag stýrir ekki neyslunni nema að litlum hluta. Þrátt fyrir að maður þurfi eiginlega að sækja um lán til að kaupa lárperur, þá kaupir maður þær samt. Sem frjáls og upplýstur maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ég verð að játa að mér persónulega er nokkurn veginn alveg sama hvað sykrað kók kostar og ef Nóa kropp og lakkrís — sem er eiginlega eina nammið sem ég finn einstaka sinnum löngun til að fá mér — hækkar í verði, þá býst ég við að ég muni kaupa mér það samt ef umtalsverð þörf til þess skapast. Nammi og sykraðir gosdrykkir skipa sem sagt ekki þann sess í mínu lífi að ég sjái ástæðu til þess að vera á nokkurn hátt brjálaður yfir tillögu Landlæknisembættisins um að leggja hér á sérstakan skatt á slíkar vörur í þágu lýðheilsusjónarmiða. Ég er pollrólegur. Hins vegar verð ég þó líka að játa að það hringja ætíð í kolli mínum vissar viðvörunarbjöllur og efasemdarkór sálu minnar syngur fimmraddað í hvert einasta skipti sem þessi umræða, um lýðheilsu og frelsi almennt, kemur upp á yfirborðið. Og slíkt gerist jú æði oft. Umræðan um sykurskattinn er gott dæmi. Hér vill yfirvaldið beita skattlagningu svo lýðurinn öðlist betri heilsu. Skerða skal fjárhagslegt svigrúm til nammikaupa. Minna frelsi, meiri lýðheilsa.Spurningar æpa Þarna tjúllast ég dáldið. Á þessum punkti fórna ég höndum og höfuðið snýst í heilhring á búknum. Augun á stilkum. Hárið upp í loftið. Spurningin æpir á mig: Af hverju þykir það svona sjálfsagt mál í ákveðnum kreðsum að hamla skuli frelsi og svigrúmi, því annars muni lýðheilsa versna og fólk drepa sig úr sjúkdómum? Af hverju er frelsi álitið andstæða lýðheilsu? Ég sé veröldina öðrum augum. Ég held að frelsi bæti ekki síður lýðheilsu. Kannski eru einhver mörk en ég held þó samt almennt að því meira sem frelsið er, því betri lýðheilsa. Og af hverju finnst mér þetta? Jú, vegna þess að frelsi — sérstaklega í vel menntuðu samfélagi þar sem fólk hefur greiðan aðgang að upplýsingum — eykur ábyrgð. Fólk tekur upplýstar ákvarðanir. Ég tel raunar að ábyrgð fólks á sjálfu sér sé langbesta leiðin til þess að bæta lýðheilsu á einhvern hátt sem virkar, til langs tíma. Annað er eilífðarbarningur. Sjálfsagt er þetta ekki alveg svarthvítt. Boð og bönn, skattar og verðlag, hafa sjálfsagt einhver áhrif. En þó má velta fyrir sér dæmunum. Hvað hefur minnkað reykingar? Er það verðið á pakkanum eða almenn vitneskja fólks um það að reykingar eru stórhættulegar? Hvað hefur aukið hreyfingu og skapað þannig stemningu meðal þjóðarinnar að fólk er hlaupandi, hjólandi, syndandi og skíðandi út um allar hæðir og hóla? Lög frá Alþingi?Stjórnmál fortíðar Auðvitað ekki. Fleiri dæmi blasa við. Ég held til dæmis að óhikað megi fullyrða að áfengismenning þjóðarinnar hafi batnað mikið á undanförnum áratugum. Hér áður fyrr voru meira eða minna allir pöddufullir. Svo er ekki nú. Unglingadrykkja hefur einnig minnkað gríðarlega. Á sama tíma hafa verið stigin skref í frelsisátt hvað áfengismál varðar, svo sem með fjölgun áfengisverslana og lengri opnunartíma. Umræðan og ábyrgð fólks, samfara auknu frelsi, hefur bætt menninguna. Það er aldrei smart í rökræðu að væna fólk um fasisma. Þegar það hugtak heyrist er það yfirleitt vísbending um að umræðan sé komin verulega út í móa og fólk farið að missa stjórn á tilfinningum sínum. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að minna á — í samhengi álitamála varðandi lýðheilsustjórnmál — að fasismi sem stjórnmálaskoðun í upphafi síðustu aldar einkenndist ákaflega mikið af áherslu á lýðheilsu og hreysti. Þessar áherslur má glöggt greina í blaðinu Fasistinn sem kom út á Íslandi í örfáum tölublöðum á millistríðsárunum og finna má á timarit.is. Drjúgur þáttur í boðskapnum var áherslan á lýðheilsu. Sjálfsagt var þetta skásta hliðin á þessari annars andstyggilega stjórnmálaviðhorfi, en tengslin eru umhugsunarverð. Hugsanlegt er að þessi hlið fasismans lifi enn í dag í vissri stefnumótun í heilbrigðismálum. Heilsu lýðsins skal bæta með miðstýrðu boðvaldi. Ríkið skal hafa vit.Annað má gera frekar Mér finnst þetta röng nálgun. Áður en farið er í skattaþvinganir gegn nammigrísum finnst mér að prófa mætti fjölmargar aðrar hófsamari og skynsamari aðferðir, sem ríma meira við tíðaranda samfélagsins. Hvað með að setja til dæmis merkingar á matvæli, þar sem fólk er varað við sykurmagni og þá líka, ef út í það er farið, fitumagni og saltmagni? Upplýsingar eru gull. Hví ekki að auka frekar aðgengi að þeim? Svo mætti líka íhuga hitt, að lækka frekar verð á heilsusamlegum matvælum eins og grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum. Í raun er heilsuvakningin sem orðið hefur á Íslandi og öll eftirspurnin sem skapast hefur eftir slíkum mat besta dæmið um það að verðlag stýrir ekki neyslunni nema að litlum hluta. Þrátt fyrir að maður þurfi eiginlega að sækja um lán til að kaupa lárperur, þá kaupir maður þær samt. Sem frjáls og upplýstur maður.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun