Enn óútskýrð skattheimta á foreldra langveikra barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 08:15 Í maí hafði 241 foreldri fengið greiðslur samkvæmt lögum um greiðslur vegna langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Kostnaður ríkisins við að hætta tekjuskattheimtu af þeim yrði 20 milljónir á ári. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira