Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 15:19 Spjöll voru unnin í þingsalnum þegar mótmælendur brutu sér leið þangað inn. Máluðu þeir meðal annars yfir táknmynd Hong Kong í salnum. Vísir/EPA Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í aðalsal þingsins í Hong Kong eftir margra klukkustunda langt umsátursástand. Í þinginu unnu mótmælendurnir spjöll, brutu rúður og máluðu slagorð á veggi. Órói hefur ríkt í Hong Kong um nokkurra vikna skeið vegna umdeilds frumvarps sem hefði heimilað framsal á fólki til Kína.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir mótmælenda hafi fyrst brotið rúðu á þinghúsinu. Hundruð þeirra hafi svo streymt inn í húsið þar sem þeir ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Lögreglan, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka harkalega á mótmælendum, varaði mannfjöldann ítrekað við því að hún beitti valdi ef mótmælendurnir héldu áfram að þrengja að þinghúsinu. Hún lét þó aldrei til skarar skríða, jafnvel eftir að hópurinn braut sér leið inn í húsið. Mótmælendurnir eru sagðir hafa verið búnir plasthjálmum, pappaskjöldum og regnhlífum. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresks stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Stjórnvöld í Hong Kong féllust á að láta frumvarpið niður falla ótímabundið. Mótmælendur hafa engu að síður haldið áfram að láta í sér heyra og krefjast afsagnar Carrie Lam, æðsta embættismanns sjálfstjórnarsvæðisins.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00 Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Ekkert táragas til Hong Kong Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu. 26. júní 2019 09:00
Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00
Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17