Norsk yfirvöld hafa lækkað viðbúnaðarstig sem lýst var yfir vegna hættu á berghlaupi úr fjallinu Mannen á vesturströnd landsins. Íbúum í nágrenni fjallsins sem var skipað að yfirgefa heimili sín hefur jafnframt verið leyft að snúa heim.
Veruleg gliðnun hefur átt sér stað í Mannen í Raumsdal undanfarið. Rauðu viðbúnaðarstigi var lýst yfir eftir að nokkrar skriður féllu úr hluta þess á aðfaranótt mánudags en þá gerði mikla úrkomu. Norska ríkisútvarpið NRK segir að síðan þá hafi kólnað í veðri og snjór fallið á fjallið. Það hafi dregið úr hættunni á berghlaupi.
Guðrún Dreiås Majala, jarðfræðingur hjá Vatna- og orkumálastofnun Noregs, segir að áfram verði fylgst grannt með fjallinu. Ólíklegt sé að þetta verði í síðasta skipti sem hættuástandi sé lýst yfir við fjallið og rýma þurfi byggð á þessu ári.
Lækka viðbúnaðarstig vegna hættu á berghlaupi

Tengdar fréttir

Rýma byggð vegna ótta við berghlaup í Noregi
Hluti fjallsins Mannen á vesturströnd Noregs hefur gliðnað hratt undanfarið og mikilli úrkomu er spáð áfram í dag.