Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur. Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur.
Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira