Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2019 08:15 Lögregla hefur beitt táragasi gegn mótmælendum. Nordicphotos/AFP Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. Fjöldi mótmælenda kom sér þá inn í þinghúsið og vann spellvirki á málverkum, húsgögnum og öðru. Þá var kallað eftir því að yfirvöld í borginni stilltu til friðar hið fyrsta. Mótmælaalda hefur riðið yfir Hong Kong frá því í maí. Á áttunda tug hafa særst í aðgerðum lögreglu og rúmlega þrjátíu verið handtekin. Mótmælin kviknuðu vegna frumvarps um að leyfa skyldi framsal til meginlands Kína en eftir að frumvarpinu var stungið ofan í skúffu hafa mótmælendur einkum beint spjótum sínum að Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og krafist afsagnar hennar. Geng Shuang, upplýsingafulltrúi hjá kínverska utanríkisráðuneytinu, sagði áhlaupið á þinghúsið hafa verið gróft lögbrot. Hann kallaði eftir því að Bandaríkin og ESB fordæmdu það og bætti við að það væri mikil hræsni fólgin í því að fordæma ekki gjörðir mótmælenda. „Það er tvískinnungur að segjast einungis styðja réttinn til friðsamlegra mótmæla. Við vitum öll hvernig lögreglan í Bandaríkjunum og Evrópu tekur á ofbeldi og framfylgir lögum,“ bætti Geng við. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. Fjöldi mótmælenda kom sér þá inn í þinghúsið og vann spellvirki á málverkum, húsgögnum og öðru. Þá var kallað eftir því að yfirvöld í borginni stilltu til friðar hið fyrsta. Mótmælaalda hefur riðið yfir Hong Kong frá því í maí. Á áttunda tug hafa særst í aðgerðum lögreglu og rúmlega þrjátíu verið handtekin. Mótmælin kviknuðu vegna frumvarps um að leyfa skyldi framsal til meginlands Kína en eftir að frumvarpinu var stungið ofan í skúffu hafa mótmælendur einkum beint spjótum sínum að Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og krafist afsagnar hennar. Geng Shuang, upplýsingafulltrúi hjá kínverska utanríkisráðuneytinu, sagði áhlaupið á þinghúsið hafa verið gróft lögbrot. Hann kallaði eftir því að Bandaríkin og ESB fordæmdu það og bætti við að það væri mikil hræsni fólgin í því að fordæma ekki gjörðir mótmælenda. „Það er tvískinnungur að segjast einungis styðja réttinn til friðsamlegra mótmæla. Við vitum öll hvernig lögreglan í Bandaríkjunum og Evrópu tekur á ofbeldi og framfylgir lögum,“ bætti Geng við.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira