ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með ræktun á skelfiski Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 08:52 Tilgangur úttektar ESA var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi. Fréttablaðið/Anton Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST. Sjávarútvegur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að opinbert eftirlit á Íslandi með eldisfisk sé fullnægjandi en bæta þurfi eftirlit með ræktun á skelfiski. Þetta kemur fram í niðurstöðu skýrslu ESA vegna úttektar sem fram fór hér á landi í mars síðastliðnum. Í tilkynningu frá ESA vegna skýrslunnar segir að þrátt fyrir að eftirlit með heilbrigði eldisfisks sé gott þá var eftirlit með skelfiski og rannsóknir á afurðum þeirra ekki nægilegt og ekki í samræmi við EES-löggjöf. „Til þess að bregðast við þessu hefur Ísland, að beiðni ESA, þegar innleitt úrbótaáætlun varðandi bætt eftirlit með ræktun á skelfiski. Einnig hefur Ísland lagt fram áætlanir um úrbætur varðandi opinbert eftirlit við framleiðslu á eldisfiski,“ segir í tilkynningu ESA. Einnig er fjallað um skýrsluna á vef Matvælastofnunar (MAST). Þar kemur fram að eftirlitsheimsókn ESA hafi farið fram dagana 11. til 20. mars. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með heilbrigði lagareldisdýra á Íslandi sé í samræmi við löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Til lagareldisdýra teljast eldisfiskur, skeldýr og krabbadýr í eldi,“ segir á vef MAST. Þar segir jafnframt að í lokaskýrslu ESA komi fram tilmæli um lítilsháttar úrbætur. Þá segi einnig í skýrslunni að opinbert eftirlit dýralækna fisksjúkdóma sé reglubundið, áhættumiðað og vel skjalfest. „Meðal athugasemda ESA kemur fram að þrátt fyrir að staðan sé góð m.t.t. heilbrigðiseftirlits með eldisfiski sé staðan ekki eins góð hvað skeldýr varðar. Gerðar er athugasemdir m.a. við heilnæmiseftirlit og framkvæmd sýnatöku úr umhverfi og afurðum skelfisks. Athugasemdir voru gerðar við að engin sláturhús væru útbúin til að taka við sýktum fiski. Þess má geta að ákvæði um slíkar kröfur voru sett með nýrri reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum og skulu sláturhús á tilteknum svæðum uppfylla þessi skilyrði frá 30. september 2019. Þá komu smávægilegar athugasemdir fram um að aðferðafræði við afgreiðslu erinda um innflutning lifandi eldisdýra væri ekki alveg í samsvari við EES löggjöfina. Fundið var að því að tekið væri tillit til smitsjúkdóma sem ekki væru tilkynningaskyldir skv. sömu löggjöf án þess að formleg samþykki ESA lægi fyrir. Með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun frá eftirlitsaðilum hérlendis, ásamt athugasemdum og leiðréttingum. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin,“ segir á vef MAST.
Sjávarútvegur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira