Málfrelsi þolenda Anna Lotta Michaelsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir og Helga Þórey Jónsdóttir og Sóley Tómasdóttir skrifa 3. júlí 2019 10:15 Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar meiðyrðadóms í Hlíðamálinu, þar sem tvær konur voru dæmdar til að greiða hundruð þúsunda í miskabætur til kærðra manna og annað eins í málskostnað, settu undirritaðar af stað söfnun í Málfrelsisjóð á Karolinafund. Sjóðnum er ætlað að draga úr ótta kvenna og jaðarsetts fólks við að tjá sig um reynslu sína og upplifanir án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við það andlega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi.Sláandi viðbrögð Viðbrögðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, en í þessum rituðu orðum hefur 90% af markmiði söfnunarinnar verið náð. Fólki misbýður að réttarkerfinu sem ítrekað bregst þolendum skuli vera beitt gegn þeim gegnum skaðabótarétt í þokkabót. Okkur þykir vænt um þetta skref vitundarvakningar um kynbundið ofbeldi sem lýtur að kerfisbundinni þöggun þolenda. Undanfarna daga hafa svo fjölmargar konur leitað til okkar vegna mögulegs stuðnings. Konur sem hafa kært ofbeldi en málin verið látin niður falla. Konur sem hafa ekki þorað að segja frá af ótta við kerfið sem varði þær ekki. Konur sem vilja svo gjarnan að samfélagið heyri um veruleika kvenna og jaðarsetts fólks, um allar nauðganirnar sem eru þaggaðar á ólíkum stöðum í kerfinu. Konur sem finna þegar til valdeflingar við það eitt að vita af mögulegum sjóði sem gæti komið í veg fyrir gjaldþrot ef þær einhverntímann ákveða að tala.Veruleiki kvenna Kynbundið ofbeldi litar veruleika kvenna og jaðarsetts fólks alla daga á Íslandi og nauðganir eru daglegt brauð. Og þótt einhver héraðsdómari haldi því fram að réttarríkið standi undir nafni og að lögin nái jafnt til allra er langt frá því að sú sé raunin. Þrátt fyrir aðgerðir velviljaðra kvenna innan lögreglu og réttarkerfis ríkir þar karllæg menning og viðmiðin eru karllæg. Trúverðugleiki er afstæður, þar sem einstaklingur sem kærir hjólastuld er tekinn alvarlegar en einstaklingur sem kærir nauðgun. Sama gildir um sönnunarbyrði, skýr og vel þekkt sálfræðileg einkenni þolenda ofbeldis eru ekki tekin trúanleg á meðan sálrænar afleiðingar ærumeiðinga teljast grafalvarlegar.Saklaus uns sekt er sönnuð Þöggun réttarkerfisins á reynsluheimi og veruleika kvenna og jaðarsetts fólks verður að linna. Það verður að skapa svigrúm fyrir þetta fólk til að greina frá reynslu sinni og upplifunum og þeim kærum sem þær hafa lagt fram hvernig sem lyktir mála urðu. Tími samstöðu er runninn upp þar sem við leyfum nógu mörgum sögum að hljóma til að samfélagið átti sig á alvarleika nauðgunarmenningarinnar sem við búum við. Til að svo megi verða þurfum við á öflugum málfrelsissjóði að halda sem getur dekkað aðför meintra stjörnulögfræðinga og umbjóðenda þeirra að frelsi kvenna og jaðarsetts fólks. Við hvetjum ykkur öll til að heita á Málfrelsissjóðinn á Karolinafund og sýna samstöðu með þolendum.Höfundar eru stofnendur söfnunar í Málfrelsissjóð á Karolinafund.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar