Kærkomin ólétta Sölku: Hélt lengi að hún gæti ekki orðið ólétt Sylvía Hall skrifar 3. júlí 2019 13:20 Arnar og Salka eru í skýjunum. Instagram Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld eiga von á sínu fyrsta barni. Þau tilkynntu um óléttuna í gær á samfélagsmiðlum en þetta er fyrsta barn þeirra beggja. Í færslu sem Salka birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði hún barnið vera meira en velkomið í heiminn og sagði „lítinn lurk“ vera á leiðinni.Sjá einnig: Arnar Freyr og Salka Sól eiga von á barni Salka birti í dag einlæga færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún talar um óléttuna og þakkar fyrir kveðjurnar. Þar segist hún lengi vel hafa staðið í þeirri trú að hún gæti ekki orðið ólétt og síðustu ár hafi ýmislegt verið reynt, bæði aðgerðir og lyfjagjöf. View this post on Instagram Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar Í mörg ár hélt ég að myndi aldrei geta orðið ólétt og síðustu ár var allt reynt til að láta það gerast. Ég var sett á allskonar pillur og lyf fór í aðgerðir á eggjastokkum, en ekkert virtist ganga. Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því komast að eigin ófrjósemi. Maður hugsar alls ekki rökrétt og allar fréttir af börnum og ólettum urðu svo erfiðar og það var mikið grátið. Við Arnar fórum svo á fund hjá Livio og ákváðum að fara í tæknifrjóvgun sem er langt og strangt ferli. Það var því svo mikill léttir þegar hún gekk hjá okkur í fyrstu tilraun eftir allar sorgina sem gekk á undan. Við náðum aðeins einu eggi sem var sett i frysti og síðan var það sett upp. Þess vegna köllum við þann sem er i bumbunni Litla Lurkinn okkar Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta opinberlega, sorgin og kvíðinn sem fylgdi þessu var einfaldlega of mikill. Ég var hins vegar mjög opin með þetta við fólkið mitt, en núna finnst mér gott að létta af mér. Við getum ekki beðið eftir því að verða foreldrar þessa barns. A post shared by S A L K A S Ó L (@salkaeyfeld) on Jul 3, 2019 at 4:40am PDT „Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því að komast að eigin ófrjósemi. Maður hugsar alls ekki rökrétt og allar fréttir af börnum og óléttum urðu svo erfiðar og það var mikið grátið,“ skrifar Salka í færslunni. Parið ákvað í kjölfarið að fara á fund hjá Livio og var ákveðið að fara í tæknifrjóvgun. Tæknifrjóvgun er oft á tíðum langt og strangt ferli og segir Salka það hafa verið mikinn létti þegar frjóvgunin gekk í fyrstu tilraun. Hún útskýrir síðan gælunafnið „litla lurk“ en nafnið er komið til vegna þess að aðeins náðist eitt egg sem sett var í frysti og síðar sett upp. Það hafi því legið beint við að kalla erfingjann „litla lurkinn“ þeirra en eins og flestir vita er lurkur nafn á einum þekktasta frostpinna þjóðarinnar. Það er því óhætt að segja að mikil gleði ríki hjá parinu og hlakka þau mikið til að verða foreldrar. Næst á dagskrá er þó brúðkaup en Arnar og Salka ganga í það heilaga þann 27. júlí næstkomandi. Mesti kvíði og vanlíðan sem ef hef upplifað er að díla við ófrjósemi. Spurningar eins og "hvenær á nú að koma með eitt..", fólkið í kringum mig að eignast börn, ástarsorgin sem fylgir í hvert sinn sem maður byrjar á túr 1/3— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 1, 2018 Ástin og lífið Frjósemi Tímamót Tengdar fréttir Ástfanginn upp fyrir haus Rapparinn Arnar Freyr Frostason segist vera úlfur. En fyrst og fremst maður. Hann er góður gaur sem hefur gaman af því að blóta og segist hafa breyst við að elska Sölku Sól. 21. júlí 2017 10:15 Arnar Freyr og Salka Sól eiga von á barni Tónlistarparið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld eiga von á sínu fyrsta barni. 2. júlí 2019 13:02 Brúðkaup í kortunum hjá Arnari Frey og Sölku Sól Söngparið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld ætla að ganga í það heilaga. 25. ágúst 2017 13:18 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld eiga von á sínu fyrsta barni. Þau tilkynntu um óléttuna í gær á samfélagsmiðlum en þetta er fyrsta barn þeirra beggja. Í færslu sem Salka birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði hún barnið vera meira en velkomið í heiminn og sagði „lítinn lurk“ vera á leiðinni.Sjá einnig: Arnar Freyr og Salka Sól eiga von á barni Salka birti í dag einlæga færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún talar um óléttuna og þakkar fyrir kveðjurnar. Þar segist hún lengi vel hafa staðið í þeirri trú að hún gæti ekki orðið ólétt og síðustu ár hafi ýmislegt verið reynt, bæði aðgerðir og lyfjagjöf. View this post on Instagram Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar Í mörg ár hélt ég að myndi aldrei geta orðið ólétt og síðustu ár var allt reynt til að láta það gerast. Ég var sett á allskonar pillur og lyf fór í aðgerðir á eggjastokkum, en ekkert virtist ganga. Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því komast að eigin ófrjósemi. Maður hugsar alls ekki rökrétt og allar fréttir af börnum og ólettum urðu svo erfiðar og það var mikið grátið. Við Arnar fórum svo á fund hjá Livio og ákváðum að fara í tæknifrjóvgun sem er langt og strangt ferli. Það var því svo mikill léttir þegar hún gekk hjá okkur í fyrstu tilraun eftir allar sorgina sem gekk á undan. Við náðum aðeins einu eggi sem var sett i frysti og síðan var það sett upp. Þess vegna köllum við þann sem er i bumbunni Litla Lurkinn okkar Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta opinberlega, sorgin og kvíðinn sem fylgdi þessu var einfaldlega of mikill. Ég var hins vegar mjög opin með þetta við fólkið mitt, en núna finnst mér gott að létta af mér. Við getum ekki beðið eftir því að verða foreldrar þessa barns. A post shared by S A L K A S Ó L (@salkaeyfeld) on Jul 3, 2019 at 4:40am PDT „Það er ótrúlegur kvíði og vanlíðan sem fylgir því að komast að eigin ófrjósemi. Maður hugsar alls ekki rökrétt og allar fréttir af börnum og óléttum urðu svo erfiðar og það var mikið grátið,“ skrifar Salka í færslunni. Parið ákvað í kjölfarið að fara á fund hjá Livio og var ákveðið að fara í tæknifrjóvgun. Tæknifrjóvgun er oft á tíðum langt og strangt ferli og segir Salka það hafa verið mikinn létti þegar frjóvgunin gekk í fyrstu tilraun. Hún útskýrir síðan gælunafnið „litla lurk“ en nafnið er komið til vegna þess að aðeins náðist eitt egg sem sett var í frysti og síðar sett upp. Það hafi því legið beint við að kalla erfingjann „litla lurkinn“ þeirra en eins og flestir vita er lurkur nafn á einum þekktasta frostpinna þjóðarinnar. Það er því óhætt að segja að mikil gleði ríki hjá parinu og hlakka þau mikið til að verða foreldrar. Næst á dagskrá er þó brúðkaup en Arnar og Salka ganga í það heilaga þann 27. júlí næstkomandi. Mesti kvíði og vanlíðan sem ef hef upplifað er að díla við ófrjósemi. Spurningar eins og "hvenær á nú að koma með eitt..", fólkið í kringum mig að eignast börn, ástarsorgin sem fylgir í hvert sinn sem maður byrjar á túr 1/3— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 1, 2018
Ástin og lífið Frjósemi Tímamót Tengdar fréttir Ástfanginn upp fyrir haus Rapparinn Arnar Freyr Frostason segist vera úlfur. En fyrst og fremst maður. Hann er góður gaur sem hefur gaman af því að blóta og segist hafa breyst við að elska Sölku Sól. 21. júlí 2017 10:15 Arnar Freyr og Salka Sól eiga von á barni Tónlistarparið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld eiga von á sínu fyrsta barni. 2. júlí 2019 13:02 Brúðkaup í kortunum hjá Arnari Frey og Sölku Sól Söngparið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld ætla að ganga í það heilaga. 25. ágúst 2017 13:18 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Ástfanginn upp fyrir haus Rapparinn Arnar Freyr Frostason segist vera úlfur. En fyrst og fremst maður. Hann er góður gaur sem hefur gaman af því að blóta og segist hafa breyst við að elska Sölku Sól. 21. júlí 2017 10:15
Arnar Freyr og Salka Sól eiga von á barni Tónlistarparið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld eiga von á sínu fyrsta barni. 2. júlí 2019 13:02
Brúðkaup í kortunum hjá Arnari Frey og Sölku Sól Söngparið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld ætla að ganga í það heilaga. 25. ágúst 2017 13:18
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið