Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Hann var 28 ára gamall. Hann lætur eftir sig unnustuna, Söru Dögg Alfreðsdóttur og dótturina Hildi Heiðu Guðmundsdóttur 7 ára.

