Háir skjólveggir sagðir skemma götumyndina Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júlí 2019 07:15 Sérstakir skjólveggjaskilmálar eru til staðar í Urriðaholti í Garðabæ og hafa íbúar í einhverjum tilfellum brotið gegn þeim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Þetta er hlutur sem hefur byrjað smátt og smátt, haldið áfram og svo er þetta orðið það umsvifamikið að það er farið að skemma götumynd hverfisins,“ segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., sem farið hefur fram á að Garðabær grípi inn í og geri eitthvað í of háum og fagurfræðilega ófullnægjandi skjólveggjum sem íbúar hafi verið að reisa í óleyfi. Sérstök ákvæði eru um framkvæmd og uppsetningu skjólveggja í deiliskipulagi hverfisins sem Jón Pálmi vill að bærinn fylgi eftir. Urriðaholt ehf. var upphaflegur eigandi landsins sem hverfið reis á og þróaði skipulag og hugmyndafræði þess í samráði við Garðabæ. Í bréfi Jóns Pálma, sem lagt var fyrir bæjarráð Garðabæjar í vikunni, segir að stór þáttur í skipulagi Urriðaholts sé að skapa aðlaðandi götumynd fyrir íbúa hverfisins. Ákvæði um skjólveggina hafi því verið sett til að tryggja það.Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. Mynd/Urridaholt.isJón Pálmi segir að þrátt fyrir ítrekuð bréf Garðabæjar til lóðarhafa, húsfélaga, umræður á vettvangi íbúa, upplýsingar og ábendingar á heimasíðu félagsins þá sé staðan sú að í langan tíma hafi staðið skjólveggir sem „eru í hróplegu ósamræmi við deiliskipulag og til þess fallnir að rýra götumynd hverfisins. Farið er fram á að Garðabær bregðist nú þegar við óleyfisframkvæmdum og sjái til þess að þessum málum sé komið í lag,“ eins og segir í erindinu. „Einhverjir hafa brugðist við ábendingum Garðabæjar en aðrir ekki. Það er okkar mat að það sé enn mikið af þessu sem þarf að laga,“ segir Jón Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður segir hann skjólveggjaskilmálana fyrst og fremst fagurfræðilegs eðlis til að götumyndin haldi sér. Meiri bragur sé á því að horfa á fallega garða og húshliðar en röð af skjólveggjum með fram götunni. „Menn hafa verið að reisa of háa veggi og of nálægt lóðamörkum.“ Jón Pálmi segir að ekki sé hægt að láta þessar óleyfisframkvæmdir og brot á deiliskipulagi viðgangast og mikilvægt að bæjaryfirvöld sýni festu í þessu máli.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Skipulag Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira