Eltu bíl Kawhi Leonard á þyrlu: Enn beðið og Kawhi er með þrjú NBA-lið í „gíslingu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 10:30 Kawhi Leonard er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar og maðurinn á bak við sigur Toronto Raptors í ár. Getty/John W. McDonough Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN. NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Sjá meira
Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN.
NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum