Innlent

Endurheimtu dýrmæta muni úr glæsivillu í Akrahverfinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er í rannsókn og á viðkvæmu stigi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Málið er í rannsókn og á viðkvæmu stigi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í húsleit í glæsilegt einbýlishús í Akrahverfinu í Garðbæ í gærkvöldi. RÚV greindi fyrst frá aðgerðum lögreglu sem lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var enginn handtekinn í húsleitinni en ráðist var í aðgerðina eftir að kæra um fjársvik barst fyrr um daginn. Í framhaldinu var ráðist í aðgerðina þar sem hluti munanna var endurheimtur. Hafa fleiri en einn stöðu grunaðs í málinu sem er á viðkvæmu stigi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Heimildir Vísis herma að munirnir hafi verið sviknir út úr fyrirtæki. Meint brot var tilkynnt til lögreglu í gær sem virðist hafa brugðist skjótt við kærunni. Er talið að verðmæti umræddra muna nemi nokkrum milljónum króna.

Lögregla vill lítið tjá sig um málið. Það sé í rannsókn og á viðkvæmu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×