Ludvigsen dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 15:40 Ludvigsen er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi fylkisstjóri Troms. Hann á að hafa framið brotin þegar hann gegndi síðarnefnda embættinu árin 2006-2014. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins. Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða 743 þúsund norskar krónur til fórnarlambanna, sem samsvarar tæplega ellefu milljónum íslenskra króna. NRK greinir frá. Ludvigsen er sagður hafa misnotað stöðu sína sem embættismaður til þess að þvinga mennina til að hafa við sig samfarir gegn því að veita þeim hæli. Þá hafi hann nýtt sér þroskaskerðingu eins þeirra til þess að brjóta á honum kynferðislega.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendumAllir mennirnir komu til Noregs sem ungir hælisleitendur. Þeir þekktust ekkert fyrir en framburðir þeirra báru allir þess merki að Ludvigsen hafi gróflega misnotað stöðu sína í þeirra málum. Ludvigsen neitaði sök í málinu en í vitnisburði eins fórnarlambsins kom fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að verða sér út um vinnu og greitt kostnaðinn við að taka bílpróf. Sagði fórnarlambið annarlegar hvatir hafa búið að baki góðmennsku ráðherrans og hann hafi einungis gert þetta til þess að sýna fram á völd sín.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í NoregiLeið eins og þræl Alvarlegasta brotið beindist að hælisleitanda sem var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Ludvigsen. Hann hafi hitt hann í móttöku fyrir hælisleitendur sem ráðherran bauð til árið 2011. Í kjölfarið hafi hann boðið drengnum með í sumarbústað þar sem misnotkunin hófst.Í bústaðarferðinni tók Ludvigsen nektarmynd af þeim saman sem varð til þess að rannsóknin hófst. Í átta yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði Ludvigsen að hafa haft kynmök með drengnum þrátt fyrir myndina. Hælisleitandinn ungi, sem er í dag 25 ára gamall, sagði við réttarhöldin að honum hafi liðið eins og þræl. Ludvigsen hafi talið honum trú um að hann gæti útvegað honum dvalarleyfi og seinna meir ríkisborgararétti og því hafi hann ekki þorað að segja frá sambandi þeirra af ótta við afleiðingarnar. Í máli annars fórnarlambsins, sem glímir við þroskaskerðingu, bauð ráðherrann honum upp á hótelherbergi þar sem hann hafði við hann kynmök. Ludvigsen sagðist ekki muna eftir því að hafa hitt drenginn þrátt fyrir mörg afrit af samtölum þeirra á milli í sönnunargögnum málsins. Lögmaður Ludvigsen segir niðurstöðuna koma skjólstæðingi sínum verulega á óvart og hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins.
Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37 Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45
Fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Ludvigsen fyrir kynferðisbrotin Saksóknari í Noregi fer fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sakaður er um kynferðisbrot gegn ungum hælisleitendum. 24. júní 2019 10:37
Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald hann hefði. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. 12. júní 2019 12:44