Á bremsunni Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun