Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 21:51 Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísindamennirnir lögðu mat á hversu mikið land væri hægt að rækta upp á jörðinni. Vísir/Getty Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27
Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14