Ríkisstjórn Botsvana áfrýjar úrskurði Hæstaréttar um samkynhneigð Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 10:33 Forseti Botsvana hefur talað fyrir réttindum samkynhneigðra en dómsmálaráðherra hans vill snúa dæminu við. Getty/Bloomberg Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka. Botsvana Hinsegin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Ríkisstjórn Afríkuríkisins Botsvana mun áfrýja úrskurði hæstaréttar ríkisins sem afglæpavæddi samkynhneigð í landinu. Nái ríkisstjórnin sínu fram við áfrýjunardómstólinn gætu lögin um samkynhneigð, sem eru frá nýlendutímanum, fengið gildi að nýju. Reuters greinir frá. Þá yrði kynlíf samkynhneigðra til að mynda saknæmt og verði einhver uppvís af því að stunda þá iðju má sá hinn sami eiga von á allt að sjö ára fangelsi fyrir athæfið. Málið var lagt fyrir hæstarétt fyrr á árinu af háskólanemanum Letswletse Motshidiemang og var úrskurður réttarins á þá vegu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá þar sem að í þeim fólst röskun á einkalífi auk þess að frelsi einstaklingsins var virt að vettugi. Dómsmálaráðherra Botsvana, Abraham Keetshabe, sagði hins vegar í yfirlýsingu sinni að hæstarétti hafi orðið á mistök. „Ég er þeirrar skoðunar að ákvörðun réttarins sé mistök og mun því áfrýja til áfrýjunardómstóls“ sagði Keetshabe.Botsvana hefur undanfarið viðurkennt hluta réttinda ýmissa hópa úr LGBT samfélaginu og hefur forseti landsins talað fyrir því að að samkynhneigðir ættu að njóta fullra réttinda.Með ákvörðun hæstaréttar, sem nú er í hættu, varð Botsvana sjötta Afríkuríkið til þess að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra en það hafa Angóla, Seychelles-eyjar, Mósambík, Saó Tóme og Prinsípe og Lesótó einnig gert. Eina Afríkuríkið þar sem hjónaband samkynhneigðra er löglegt er Suður-Afríka.
Botsvana Hinsegin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira