Aldrei fleiri mælst sáttir með störf Trump í embætti Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 14:33 Kosningaherferð Trumps rak í júní einstaklinga sem höfðu yfirumsjón með gerð skoðanakannana sem sýndu hann mælast með minni stuðning en nokkrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00
Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20
Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20