Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 18:15 Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Fjórir dómarar hafa ekki sinnt störfum við réttinn síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómara við réttinn. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins Staða Landsréttar hefur verið ofarlega á baugi síðustu daga. Málsmeðferðartími hefur verið langur sökum þess að rétturinn er ekki fullskipaður. RÚV greindi frá því í gær að skrifstofustjóri Landsréttar áætli að um áramótin verði óafgreidd áfrýjuð mál samtals 482. Dómsmálaráðherra óskaði á dögunum eftir upplýsingum frá Landsrétti um fjölda óafgreiddra mála og stöðuna almennt. Verið sé að vinna úr þeim upplýsingum. „Og nú er rétturinn í leyfi. Við gerum ráð fyrir því að fá niðurstöðu um það hvort málið er tekið fyrir eða ekki í byrjun september. Nú erum við einfaldlega að vinna úr þessum erindum og undirbúa okkur samkvæmt því verklagi sem ég hef áður talað um, að vera klár með viðbrögð þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra.Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í mai.Vísir/EPALjóst er að til þess að fjölga dómurum við Landsrétt þarf lagabreytingu. Möguleiki sem ekki krefst lagabreytingu er að dómararnir fari í launað leyfi. Þurfi þeir þá að óska eftir leyfinu sjálfir. Óvíst er hvort dómararnir hafi hug á því. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar í maí. Aðspurð í ljósi stöðunnar hvort eftir á að hyggja hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu áfram til yfirdeildarinnar segir hún að svo hafi verið. „Já í mínum huga er það það, því við vorum ósammála niðurstöðunni og þetta er sá farvegur sem er til staðar fyrir aðildarríki að Mannréttindadómstólnum þannig við að sjálfsögðu viljum láta á það reyna. Svo kemur í ljós hvort málið er tekið fyrir eða ekki. Ég geri ráð fyrir að það verði tekið fyrir en það kemur bara í ljós og við þá tökum ákvörðun út frá því þegar þar að kemur,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira