Segir viðbrögð ráðherra vegna flóttabarna af hinu góða en þau dugi skammt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 13:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira