Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur sett nýja reglugerð. Fréttablaðið/Ernir Alls uppfylla sex börn í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð breytti síðasta föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Þá kemur einnig fram í svari Útlendingastofnunar að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi alls 15 börnum verið synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni á grundvelli þess að þau hafi verið komin með vernd í öðru landi. Af þessum fimmtán börnum uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar. Þau eru talin með hér að ofan. Segir svo að fjórum af þeim fimmtán börnum sem um ræðir hafi verið veitt vernd hér á landi á síðari stigum málsmeðferðar umsókna þeirra um vernd. Eftir standa þá níu börn sem ekki virðast falla undir reglugerðina í dag. Þau gætu þó gert það síðar, miðað við hversu lengi þau hafa verið hér á landi og hversu langt er frá því að þau sóttu um vernd. Bæði er hér um að ræða mál barna sem eru til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðherra breytti á föstudaginn reglugerð um útlendinga sem veitir nú Útlendingastofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. Eða ef mál þeirra hefur tafist í meðferð og það er ekki á þeirra eigin ábyrgð. Í síðustu viku var ítarlega fjallað um mál tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi. Það er Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar. Báðum fjölskyldum var af stofnuninni synjað um að mál þeirra yrði tekið til efnislegrar meðferðar um vernd, vegna þess að þau höfðu hlotið vernd í Grikklandi. Því átti að vísa þeim úr landi til Grikklands. Greint var frá því síðasta föstudag að mál Sarwary-feðganna falli strax undir breytta reglugerð, en feðgarnir sóttu um vernd hér á landi þann 2. ágúst í fyrra og hafa því verið hér á landi í ellefu mánuði. Safari-fjölskyldan sótti upprunalega um vernd hér á landi þann 11. september í fyrra. Þau munu næsta miðvikudag hafa dvalið hér í tíu mánuði og falla þá undir breytt tímaskilyrði reglugerðarinnar. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, sendi Útlendingastofnun í dag kröfur fyrir hönd beggja fjölskyldna þar sem þess er krafist, í samræmi við breytt skilyrði sem sett voru fram í reglugerðinni, að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar. Þar segir að nú uppfylli fjölskyldurnar öll þau skilyrði sem til þurfi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var meðaltími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs 230 dagar, eða um sjö mánuðir. Fái fólk vernd fær það dvalarleyfi sem gildir í fjögur ár. Að því loknu þarf að endurnýja leyfið en séu skilyrði til verndar enn til staðar er það endurnýjað. Fólk þarf ekki að fara í gegnum sama ferli aftur. Að þessum fjórum árum liðnum getur fólk svo átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Samkvæmt þessu gæti það því legið fyrir snemma á næsta ári hvort afganska fjölskyldan fær vernd hér á landi.Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Alls uppfylla sex börn í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð breytti síðasta föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Þá kemur einnig fram í svari Útlendingastofnunar að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi alls 15 börnum verið synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni á grundvelli þess að þau hafi verið komin með vernd í öðru landi. Af þessum fimmtán börnum uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar. Þau eru talin með hér að ofan. Segir svo að fjórum af þeim fimmtán börnum sem um ræðir hafi verið veitt vernd hér á landi á síðari stigum málsmeðferðar umsókna þeirra um vernd. Eftir standa þá níu börn sem ekki virðast falla undir reglugerðina í dag. Þau gætu þó gert það síðar, miðað við hversu lengi þau hafa verið hér á landi og hversu langt er frá því að þau sóttu um vernd. Bæði er hér um að ræða mál barna sem eru til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðherra breytti á föstudaginn reglugerð um útlendinga sem veitir nú Útlendingastofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. Eða ef mál þeirra hefur tafist í meðferð og það er ekki á þeirra eigin ábyrgð. Í síðustu viku var ítarlega fjallað um mál tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi. Það er Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar. Báðum fjölskyldum var af stofnuninni synjað um að mál þeirra yrði tekið til efnislegrar meðferðar um vernd, vegna þess að þau höfðu hlotið vernd í Grikklandi. Því átti að vísa þeim úr landi til Grikklands. Greint var frá því síðasta föstudag að mál Sarwary-feðganna falli strax undir breytta reglugerð, en feðgarnir sóttu um vernd hér á landi þann 2. ágúst í fyrra og hafa því verið hér á landi í ellefu mánuði. Safari-fjölskyldan sótti upprunalega um vernd hér á landi þann 11. september í fyrra. Þau munu næsta miðvikudag hafa dvalið hér í tíu mánuði og falla þá undir breytt tímaskilyrði reglugerðarinnar. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, sendi Útlendingastofnun í dag kröfur fyrir hönd beggja fjölskyldna þar sem þess er krafist, í samræmi við breytt skilyrði sem sett voru fram í reglugerðinni, að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar. Þar segir að nú uppfylli fjölskyldurnar öll þau skilyrði sem til þurfi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var meðaltími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs 230 dagar, eða um sjö mánuðir. Fái fólk vernd fær það dvalarleyfi sem gildir í fjögur ár. Að því loknu þarf að endurnýja leyfið en séu skilyrði til verndar enn til staðar er það endurnýjað. Fólk þarf ekki að fara í gegnum sama ferli aftur. Að þessum fjórum árum liðnum getur fólk svo átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Samkvæmt þessu gæti það því legið fyrir snemma á næsta ári hvort afganska fjölskyldan fær vernd hér á landi.Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira