Segja Real Madrid ætla að selja James til að eiga fyrir Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 11:30 James Rodriguez vann tvöfalt með Bayern í vetur. Vísir/Getty James Rodriguez á það sameiginlegt með Gareth Bale að um leið og hann er stærsta knattspyrnustjarna þjóðar sinnar þá er hann um leið út í kuldanum hjá Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid. Nú segja ensku blöðin frá því að Real Madrid vilji selja Kólumbíumaninn sem hefur verið í láni hjá Bayern München undanfarin tímabil. Ástæðan er að félagið þarf að safna pening svo það eigi fyrir kaupunum á Paul Pogba frá Manchester United. Það hafa örugglega nokkur félög áhuga á að kaupa James Rodriguez enda mjög öflugur leikmaður þótt að hann eigi ekki upp á pallborðið hjá Zidane.Real Madrid are reportedly looking to sell James Rodriguez to raise funds for a £150m move for Manchester United's Paul Pogba. Gossip: https://t.co/y9FrL5rV3m#mufcpic.twitter.com/CNdAACgIJh — BBC Sport (@BBCSport) July 9, 2019Manchester United vill fá 150 milljónir punda fyrir Paul Pogba og Real Madrid hefur þegar eytt 303 milljónum evra í nýja leikmenn í sumar. Real Madrid hefur fengið varnarmennina Ferland Mendy (frá Lyon) og Eder Militao (frá Porto), sóknarmiðjumanninn Eden Hazard (frá Chelsea) og sóknarmennina Rodrygo Goes (frá Santos) og Luka Jovic (frá Eintracht Frankfurt). Að sama skapi hefur Real Madrid selt leikmenn fyir 128 milljónir evra og er því eins og er í 175 milljónum í mínus. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, hefur mikinn áhuga á því að fá James Rodriguez til ítalska félagsins en James Rodriguez var í stóru hlutverki hjá Ancelotti þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma. Mestar líkur eru því að James endi hjá Napoli. Til að auka áhuga á James Rodriguez að koma til Napoli þá eru einnig sögusagnir um það að félagið sé tilbúið að leyfa honum að spila í treyju númer tíu. Napoli hefur ekki leyft neinum að spila í henni til að minnast tíma Diego Maradona hjá félaginu. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
James Rodriguez á það sameiginlegt með Gareth Bale að um leið og hann er stærsta knattspyrnustjarna þjóðar sinnar þá er hann um leið út í kuldanum hjá Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid. Nú segja ensku blöðin frá því að Real Madrid vilji selja Kólumbíumaninn sem hefur verið í láni hjá Bayern München undanfarin tímabil. Ástæðan er að félagið þarf að safna pening svo það eigi fyrir kaupunum á Paul Pogba frá Manchester United. Það hafa örugglega nokkur félög áhuga á að kaupa James Rodriguez enda mjög öflugur leikmaður þótt að hann eigi ekki upp á pallborðið hjá Zidane.Real Madrid are reportedly looking to sell James Rodriguez to raise funds for a £150m move for Manchester United's Paul Pogba. Gossip: https://t.co/y9FrL5rV3m#mufcpic.twitter.com/CNdAACgIJh — BBC Sport (@BBCSport) July 9, 2019Manchester United vill fá 150 milljónir punda fyrir Paul Pogba og Real Madrid hefur þegar eytt 303 milljónum evra í nýja leikmenn í sumar. Real Madrid hefur fengið varnarmennina Ferland Mendy (frá Lyon) og Eder Militao (frá Porto), sóknarmiðjumanninn Eden Hazard (frá Chelsea) og sóknarmennina Rodrygo Goes (frá Santos) og Luka Jovic (frá Eintracht Frankfurt). Að sama skapi hefur Real Madrid selt leikmenn fyir 128 milljónir evra og er því eins og er í 175 milljónum í mínus. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, hefur mikinn áhuga á því að fá James Rodriguez til ítalska félagsins en James Rodriguez var í stóru hlutverki hjá Ancelotti þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma. Mestar líkur eru því að James endi hjá Napoli. Til að auka áhuga á James Rodriguez að koma til Napoli þá eru einnig sögusagnir um það að félagið sé tilbúið að leyfa honum að spila í treyju númer tíu. Napoli hefur ekki leyft neinum að spila í henni til að minnast tíma Diego Maradona hjá félaginu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira