Stúlkan sem hvatti kærasta sinn til sjálfsvígs vill fara með málið fyrir hæstarétt Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 11:08 Michelle Carter er 22 ára gömul í dag. Vísir/GEtty Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44
Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35
Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12