Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. júlí 2019 13:00 Vigfús sést hér við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. vísir/mhh Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45
Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07