Skömmin stærsti fylgifiskur heimilisofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 20:00 Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún. Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún.
Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30