Skömmin stærsti fylgifiskur heimilisofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 20:00 Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún. Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún.
Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30