Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 16:17 Matthías starfar í tækniháskólanum Chalmers í Gautaborg og vinnur þar að doktorsverkefni sínu. Jessica Cushman Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér. Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira