Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júní 2019 06:00 Þorsteinn Sæmundsson og Bergþór Ólason fluttu margar ræður um um þriðja orkupakkann. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum í nýjum veruleika sem ekki aðeins íslensk stjórnmál standa frammi fyrir heldur stjórnmálin um allan heim og leikreglurnar þurfa að endurspegla raunveruleika stjórnmálanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir að flokkar sem ákveði að mynda ríkisstjórn geti ekki með samstarfi sínu þvingað aðra flokka sem standa utan þeirrar stjórnar til að vinna saman. Í ræðu sinni á Alþingi í gær um frumvarp sem mælir fyrir um heimild til innflutnings á ófrosnu kjöti, kallaði Þorgerður eftir því að betra skikki yrði komið á brag þingsins. „Mér finnst vont að sjá að einn flokkur á Alþingi geti náð fram breytingum á svona máli með yfirgangi og óbilgirni eins og var í þessu máli. Það er hægt að kalla það staðfestu en mér finnst það vera óbilgirni,“ sagði Þorgerður í ræðu sinni og vísaði til samnings ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins um þinglok. Þorgerður kallaði eftir því að allir stjórnmálaflokkar tækju starfið á Alþingi til skoðunar á næsta þingi og færu „yfir allt sem heitir málþóf og málþófstæki,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hygðist óska eftir því við forseta þingsins að sett yrði af stað vinna við endurskoðun þingskapa til að sporna við málþófi. Nefndi Katrín sérstaklega þá hugmynd að tiltekinn minnihluti þingmanna gæti vísað málum til þjóðarinnar og með því mætti standa vörð um áhrif stjórnarandstöðunnar á Alþingi þótt reglum um ræðutíma yrði breytt til að sporna við málþófi.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/StefánAðspurð um þessar hugmyndir forsætisráðherra segir Þorgerður að allar leiðir sem til þess eru fallnar að þrýsta á samráð og samvinnu þvert á flokka séu af hinu góða og slík ákvæði geti vel verið til þess fallin. Sá möguleiki að málum verði vísað til þjóðarinnar kalli á aukið samráð við flokka í stjórnarandstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslur séu hins vegar vandmeðfarið tæki og vanda þurfi setningu reglna um þær. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng. „Þjóðaratkvæðagreiðslur eru tæki. Til dæmis eins og hamar til að reka nagla í vegg en síðri til að draga tönn úr gómi. Eins er um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær geta verið gagnlegar við sumar aðstæður en skaðlegar við aðrar.“ Eiríkur segir vandamálið við beitingu þessa tækis í tengslum við þinglega meðferð mála að þjóðaratkvæðagreiðslur henti ekki sérlega vel þegar um er að ræða mjög flókin tæknileg mál sem þurfi jafnvel mikla sérfræðilega þekkingu til að skilja til hlítar. Þær henti betur fyrir mál sem búið er að vinna ítarlega og fyrir liggja skýrir valkostir. Hann nefnir sem dæmi ákvörðun um hvort það eigi að vera flugvöllur í Vatnsmýri eða hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Örðugt gæti verið að koma ákvæði um heimild þriðjungs þingmanna til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu til framkvæmdar enda þyrfti stjórnarskrárbreytingu ef niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ætti að vera bindandi. Þá eru áhöld um hvort úrræðið hafi raunverulega virkni þegar minni hlutinn á Alþingi er klofinn eins og nú er. Þriðjungur þingmanna er 21. Miðflokkurinn hefur níu þingmenn. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu hafa samanlagt 19 þingmenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Viðreisn Tengdar fréttir Vill málskot í stað málþófs Katrín Jakobsdóttir vill breytingar á þingsköpum. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
„Við erum í nýjum veruleika sem ekki aðeins íslensk stjórnmál standa frammi fyrir heldur stjórnmálin um allan heim og leikreglurnar þurfa að endurspegla raunveruleika stjórnmálanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir að flokkar sem ákveði að mynda ríkisstjórn geti ekki með samstarfi sínu þvingað aðra flokka sem standa utan þeirrar stjórnar til að vinna saman. Í ræðu sinni á Alþingi í gær um frumvarp sem mælir fyrir um heimild til innflutnings á ófrosnu kjöti, kallaði Þorgerður eftir því að betra skikki yrði komið á brag þingsins. „Mér finnst vont að sjá að einn flokkur á Alþingi geti náð fram breytingum á svona máli með yfirgangi og óbilgirni eins og var í þessu máli. Það er hægt að kalla það staðfestu en mér finnst það vera óbilgirni,“ sagði Þorgerður í ræðu sinni og vísaði til samnings ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins um þinglok. Þorgerður kallaði eftir því að allir stjórnmálaflokkar tækju starfið á Alþingi til skoðunar á næsta þingi og færu „yfir allt sem heitir málþóf og málþófstæki,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hygðist óska eftir því við forseta þingsins að sett yrði af stað vinna við endurskoðun þingskapa til að sporna við málþófi. Nefndi Katrín sérstaklega þá hugmynd að tiltekinn minnihluti þingmanna gæti vísað málum til þjóðarinnar og með því mætti standa vörð um áhrif stjórnarandstöðunnar á Alþingi þótt reglum um ræðutíma yrði breytt til að sporna við málþófi.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/StefánAðspurð um þessar hugmyndir forsætisráðherra segir Þorgerður að allar leiðir sem til þess eru fallnar að þrýsta á samráð og samvinnu þvert á flokka séu af hinu góða og slík ákvæði geti vel verið til þess fallin. Sá möguleiki að málum verði vísað til þjóðarinnar kalli á aukið samráð við flokka í stjórnarandstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslur séu hins vegar vandmeðfarið tæki og vanda þurfi setningu reglna um þær. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng. „Þjóðaratkvæðagreiðslur eru tæki. Til dæmis eins og hamar til að reka nagla í vegg en síðri til að draga tönn úr gómi. Eins er um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær geta verið gagnlegar við sumar aðstæður en skaðlegar við aðrar.“ Eiríkur segir vandamálið við beitingu þessa tækis í tengslum við þinglega meðferð mála að þjóðaratkvæðagreiðslur henti ekki sérlega vel þegar um er að ræða mjög flókin tæknileg mál sem þurfi jafnvel mikla sérfræðilega þekkingu til að skilja til hlítar. Þær henti betur fyrir mál sem búið er að vinna ítarlega og fyrir liggja skýrir valkostir. Hann nefnir sem dæmi ákvörðun um hvort það eigi að vera flugvöllur í Vatnsmýri eða hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Örðugt gæti verið að koma ákvæði um heimild þriðjungs þingmanna til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu til framkvæmdar enda þyrfti stjórnarskrárbreytingu ef niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ætti að vera bindandi. Þá eru áhöld um hvort úrræðið hafi raunverulega virkni þegar minni hlutinn á Alþingi er klofinn eins og nú er. Þriðjungur þingmanna er 21. Miðflokkurinn hefur níu þingmenn. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu hafa samanlagt 19 þingmenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Viðreisn Tengdar fréttir Vill málskot í stað málþófs Katrín Jakobsdóttir vill breytingar á þingsköpum. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira