Ástin á yfirvigtinni Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar