Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 20:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gagnrýndi þróun þingstarfa undanfarnar vikur rétt áður en þingi var frestað nú á níunda tímanum. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59