Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 20:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gagnrýndi þróun þingstarfa undanfarnar vikur rétt áður en þingi var frestað nú á níunda tímanum. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá var þingi frestað þangað til í lok ágúst þegar umræða um orkupakkann verður tekin aftur upp, samkvæmt samkomulagi við Miðflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gagnrýndi jafnframt lengd þingsins og álag á starfsfólki í aðdraganda þingloka áður en þingi var frestað nú í kvöld. Fjármálaáætlunin var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 16 en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Allar breytingartillögur minnihlutans voru felldar en báðar þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar, þ.e. fjármálaáætlunin og fjármálastefnan, hafa verið umdeildar. Í dag kom til dæmis til snarpra orðaskipta á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Stjórnarliðar sökuðu Ágúst um að hafa í frammi villandi málflutning um endurskoðun á fjármálaáætlun og Ágúst sakaði stjórnarliða um að vilja drepa umræðunni á dreif.Helgi Bernódusson fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis tekur í hönd Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis þegar sá fyrrnefndi var kvaddur á lokadegi þingsins í kvöld.Skjáskot/AlþingiÞegar atkvæðagreiðslum um fjármálin lauk tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis til máls og þakkaði Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis fyrir vel unnin störf en Helgi hættir sem skrifstofustjóri við lok þessa þings. Helgi var kallaður fram á gólf í þingsal og hann leystur út með blómvendi og lófaklappi úr þingsal.Ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi“ Þá notaði Steingrímur tækifærið áður en þingi var frestað og gagnrýndi lengd þinghalds hér á landi, sem hann sagði langtum lengra en gengur og gerist í nágrannalöndum. „Þess vegna er réttmætt að varpa fram þeirri spurningu hvort hlutirnir þurfi áfram að vera svona,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist þó fullmeðvitaður um að hann væri ekki saklaus af „strákapörum hér á Alþingi,“ enda hafi hann oft verið í stjórnarandstöðu. Í framhaldinu sagði hann raunar engan í salnum vera með „hreint sakavottorð“ í þessum efnum. „Við getum ekki látið slíkt stöðva eðlilega og æskilega þróun þingstarfa alla 21. öldina. Við þurfum öll að standa saman um virðingu og sóma Alþingis en hvorutveggja getur aðeins verið áunnið,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann nauðsynlegt að fjölga starfsfólki á Alþingi miðað við hvernig álagið hafi verið undanfarna daga. „Það álag sem hefur verið á starfsfólki að undanförnu er mér áhyggjuefni,“ sagði Steingrímur. Þar má ætla að hann vísi að einhverju leyti í hinn langa aðdraganda sem var að þinglokum, m.a. vegna málþófs Miðflokksmanna um 3. orkupakkann en nokkrir þingmenn hafa sakað þá um að halda þinginu í gíslingu nú í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom svo í ræðustól klukkan 20 mínútur yfir átta og frestaði þingi formlega til 28. ágúst næstkomandi með umboði frá forseta Íslands.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“ Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag 20. júní 2019 16:04
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59