Torres er 35 ára gamall en á ferli sínum spilaði hann með Atletico Madrid, Liverpool, Chelsea, AC Milan og nú síðast með Sagan Tosu í Japan.
Spánverjinn á að baki 110 A-landsleiki og var hann í liðinu sem vann þrjú stórmót í röð, EM 2008, HM 2010 og EM 2012.
I have something very important to announce. After 18 exciting years, the time has come to put an end to my football career. Next Sunday, the 23rd at 10:00AM, local time in Japan, I will have a press conference in Tokyo to explain all the details.See you there. pic.twitter.com/WrKnvRTUIu
— Fernando Torres (@Torres) June 21, 2019
Torres ætlar að halda blaðamannafund á sunnudag þar sem hann fer yfir ákvörðun sína.
Framherjinn byrjaði feril sinn hjá Atletico Madrid en var seldur til Liverpool fyrir 20 milljónir punda árið 2007. Hann náði sér vel á strik í Bítlaborginni, skoraði 81 mark í 142 leikjum.
2011 var hann seldur til Chelsea fyrir 50 milljónir punda, sem á þeim tíma var hæsta kaupverð á leikmanni á Bretlandseyjum. Hjá Chelsea náði hann ekki sama forminu og í Liverpooltreyjunni en hann vann þó Meistaradeild Evrópu með félaginu árið 2012.
Í desember 2014 snéri hann aftur til uppeldisfélagsins, eftir stutt stopp hjá AC Milan á láni, og var þar til 2018 þegar hann fór til Japan.