Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 08:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02