Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 08:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02