GÓSS sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu og boðar tónleikaferðalag í sumar Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 12:14 Margar helstu dægurlagaperlur þjóðarinnar er að finna á breiðskífunni. GÓSS Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira