Þar sýndu leikmenn Noregs mikið öryggi og skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Á meðan skoraði Ástralía aðeins úr einu víti.
María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Norðmanna sem eru komnir í 8-liða úrslit á HM í fyrsta sinn síðan 2007.

Skömmu fyrir hálfleik dæmdi Riem Hussein, dómari leiksins, vítaspyrnu á Maríu fyrir að handleika boltann innan teigs. En eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda sást að boltinn fór ekki í hönd Maríu.
Eftir rúman klukkutíma var svo mark dæmt af Sam Kerr, markahæsta leikmanni Ástralíu á HM.

Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Caroline Graham Hansen skot í stöngina á marki Ástralíu. Skömmu síðar flautaði Hussein til loka venjulegs leiktíma.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingarinnar urðu Ástralir fyrir áfalli þegar Alanna Kennedy var rekinn út af fyrir að brjóta á Lisu-Marie Utland sem var sloppin í gegn. Skömmu síðar átti Vilde Risa skot í slána á marki Ástralíu.

Steph Catley var hins vegar eini Ástralinn sem skoraði úr sinni spyrnu. Kerr skaut yfir og Ingrid Hjelmseth varði frá Emily Gielnik.
Í 8-liða úrslitunum mætir Noregur annað hvort Englandi eða Kamerún.
Vítakeppnin (Noregur byrjar):
1-0 Caroline Graham Hansen skorar
1-0 Sam Kerr skýtur yfir
2-0 Guro Reiten skorar
2-0 Ingrid Hjelmseth ver frá Emily Gielnik
3-0 Maren Mjelde skorar
3-1 Steph Catley skorar
4-1 Ingrid Engen skorar