Íslendingarnir að öllum líkindum ekki með Chikungunya-veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 15:43 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur
Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41