Fékk jólabónus í vinnunni og 1,3 milljóna kröfu frá TR Gígja Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2019 20:30 Maður með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne er gert að greiða allar bætur sem hann hann fékk greiddar árið 2017 til baka. Ástæðan fyrir því er að tekjur hans fóru 55 þúsund krónur yfir viðmiðunarmörk og króna á móti krónu reglugerðin fellur úr gildi. Samstarfsfélagi Guðjóns Reykdals Óskarssonar birti grein um málið á Vísi í gær. Þar kemur fram að Guðjón hafi skilaði inn tekjuáætlun fyrir árið 2017 en um jólin sama ár fékk Guðjón og aðrir starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar greiddan óvæntan jólabónus. Sá bónus hafði þær afleiðingar í för með sér að Guðjóni er nú gert að greiða allar þær örorkubætur sem hann fékk árið 2017 til baka eða 1,3 milljónir króna. „Ég fer yfir mörk sem kallast, fall krónunnar og þá þarf maður að endurgreiða allar bætur sem maður hefur fengið en ekki krónu á móti krónu,“ segir Guðjón. Guðjón hefur tvisvar sinnum gert kröfu um endurupptöku á kröfunni við Tryggingastofnun og hefur fundað með velferðarráðuneytinu en krafa Tryggingastofnunar helst óbreytt. Guðjón hefur krafið Tryggingastofnum um skýringar á ákvörðuninni en fær engin skýr svör. Guðjón er í fullri vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu og skrifar doktorsritgerðina sína í læknavísindum samhliða henni. „Ég hafði mikinn áhuga á vísindunum og stefndi alltaf að því þegar ég var ungur að vinna fyrir mér sjálfur, það var alltaf markmiðið“; segir Guðjón. Guðjón segir þessi vinnubrögð Tryggingastofnunar gera fólki sem er á örorkubótum og reyna fyrir sér á vinnumarkaði mjög erfitt. Reglurnar dragi úr hvatanum til að setja sér markmið og ná þeim. „Það er eins og það sé verið að sekta mig fyrir að vinna,“ segir Guðjón. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Maður með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne er gert að greiða allar bætur sem hann hann fékk greiddar árið 2017 til baka. Ástæðan fyrir því er að tekjur hans fóru 55 þúsund krónur yfir viðmiðunarmörk og króna á móti krónu reglugerðin fellur úr gildi. Samstarfsfélagi Guðjóns Reykdals Óskarssonar birti grein um málið á Vísi í gær. Þar kemur fram að Guðjón hafi skilaði inn tekjuáætlun fyrir árið 2017 en um jólin sama ár fékk Guðjón og aðrir starfsmenn Íslenskrar erfðagreinar greiddan óvæntan jólabónus. Sá bónus hafði þær afleiðingar í för með sér að Guðjóni er nú gert að greiða allar þær örorkubætur sem hann fékk árið 2017 til baka eða 1,3 milljónir króna. „Ég fer yfir mörk sem kallast, fall krónunnar og þá þarf maður að endurgreiða allar bætur sem maður hefur fengið en ekki krónu á móti krónu,“ segir Guðjón. Guðjón hefur tvisvar sinnum gert kröfu um endurupptöku á kröfunni við Tryggingastofnun og hefur fundað með velferðarráðuneytinu en krafa Tryggingastofnunar helst óbreytt. Guðjón hefur krafið Tryggingastofnum um skýringar á ákvörðuninni en fær engin skýr svör. Guðjón er í fullri vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu og skrifar doktorsritgerðina sína í læknavísindum samhliða henni. „Ég hafði mikinn áhuga á vísindunum og stefndi alltaf að því þegar ég var ungur að vinna fyrir mér sjálfur, það var alltaf markmiðið“; segir Guðjón. Guðjón segir þessi vinnubrögð Tryggingastofnunar gera fólki sem er á örorkubótum og reyna fyrir sér á vinnumarkaði mjög erfitt. Reglurnar dragi úr hvatanum til að setja sér markmið og ná þeim. „Það er eins og það sé verið að sekta mig fyrir að vinna,“ segir Guðjón.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira